Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 217
216
upphaflega íslenska heitisins (þ.e. siðaskipti) en Ágúst leitaðist við að þýða
erlenda hugtakið protestantism með „andmælendatrú“.106 Þá fór notkun
heitisins siðaskipti greinilega vaxandi. Merki þess má m.a. sjá í ritum Björns
Þorsteinssonar (1918–1986) prófessors sem var einn af þeim sem þátt tóku
í endurnýjun íslenskrar sagnfræði á síðari hluta 20. aldar er uppgjör átti sér
stað við hina þjóðernislegu söguritun á fyrri hluta aldarinnar.107 Í skrifum
Björns var orði siðaskipti ríkjandi.108 Þá ber þess og að gæta að lengi gætti
andkirkjulegra túlkana í almennri söguritun sem gerði mjög vart við sig
meðal íslenskra sagnfræðinga. Vann hún gegn notkun gildishlaðinna orða á
borð við sið(a)bót. Tengdust þær m.a. gagnrýni á breytta skipan á tengslum
ríkis og kirkju á 16. öld og síðar. Þó ber þess að gæta að þessi hneigð í sögu-
ritun var ekki síður gagnrýnin á kaþólsku kirkjun en þá lúthersku.109
Frá siðaskiptum til siðbreytingar – Leit að kirkjulegri hlutlægni
Án efa var leit að hlutlægni ástæða þess að Páll Eggert Ólason (1883–1949)
valdi hinu mikla fjögurra binda verki sínu um siðaskiptin hér á landi heitið
Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi (1919–1926) og hvarf þannig
aftur til eldra heitis þótt í nýrri og einfaldaðri mynd væri (siðskipti í stað
siðaskipti).110 Eins og sjá má af kaflafyrirsögnum notaði Páll Eggert þó
106 Í ritmálssafni orðabókar Háskólans er aðeins að finna tvö dæmi um þetta orð og
eru bæði úr V. b. í Sögu mannsandans. „andmælendatrúr“, islex.hi.is, án dags., sótt
21. febrúar 2014 af http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=21
150&s=18996&l=andm%E6lendatr%FA.
107 Gunnar Karlsson, Inngangur að miðöldum. Handbók í íslenskri miðaldasögu 1. b.,
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2007, bls. 35–36. Líklega hafa það ekki síst verið skrif
Björns Þorsteinssonar sem ollu því að ýmsir í röðum guðfræðinga litu svo á að
notkun heitisins siðaskipti væri tákn fyrir marxíska sögutúlkun.
108 Björn Þorsteinsson, Íslensk miðaldasaga, Reykjavík: Sögufélag, 1978, bls. 349–380.
Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson, Íslandssaga til okkar daga, Reykjavík:
Sögufélag, 1991, bls. 179–201.
109 Sjá m.a. Lára Magnúsardóttir, Bannfæring og kirkjuvald á Íslandi 1275–1550. Lög og
rannsóknarforsendur, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2007, bls. 139–215.
110 Siðskipti er einnig burðarheiti í riti Páls Eggerts um 16. öldina í Sögu Íslendinga. Páll
Eggert Ólason, Sextánda öld. Höfuðþættir, Saga Íslendinga IV. b. orðið siðaskipti
tók með þessu sömu breytingum og siðabót áður og líklega af sömu ástæðum,
þ.e. leit að einfaldleika, Reykjavík: Menntamálaráð og Þjóðvinafélag, 1944, án
blaðsíðutals (efnisyfirlit). orðmyndin siðskipti ruddi sér nokkuð til rúms síðar á
20. öld þótt hún finnist ekki nema sem forliður í samsettum orðum í ritmálssafni
orðabókar Háskólans. Á siðbótardaginn (31. okt.) 1967 minntist Morgunblaðið t.d.
að liðin voru 450 ár frá að Lúther hóf opinberlega kirkjugagnrýni sína. Þá notaði
ritstjórn blaðsins orðmyndina siðskipti í fyrirsögnum en greinahöfundar Jóhann
hJalti huGasoN