Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 220
219
Heitinu siðbreyting kynntist höfundur þessarar greinar í kennslu
Jónasar Gíslasonar (1926–1998) kirkjusöguprófessors og síðar vígslubisk-
ups á 8. áratug nýliðinnar aldar. Í inngangskafla sem fjallar um siðbót-
arstarf Lúthers í fjölriti sem Jónas lagði til grundvallar við kennslu um
siðaskiptin á Íslandi gerði hann grein fyrir orðnotkun sinni á eftirfarandi
hátt en innan sviga:
Hér er hugtakið reformation þýtt með siðbreytingu. Er það til-
raun til þess að velja þessari mikilvægu hreyfingu hlutlaust fræðilegt
heiti. Siðbót felur í sér þann dóm, að þessi hreyfing hafi tekið fram
því, sem áður var, og hefur lengi verið þyrnir í augum þeirra, sem
telja sig ekki fylgja kenningum Lúthers eða annara siðbótamanna.
Hins vegar tel ég heitið siðskipti rangt vegna þess, að hér skiptir
ekki um sið. Siðskipti urðu á Íslandi um árið 1000, er kristinn siður
leysti heiðinn sið af hólmi. . [Svo] Hér var aðeins um breytingu að
ræða á kristnum sið. Siðbylting er ekki hlutlaust orð að mínu mati,
enda alltof sterkt miðað við þær breytingar sem urðu.120
Athyglisvert er að þrátt fyrir að í kaflanum sé fjallað um siðbótarstarf
Lúthers að undangenginni þessari skýringu notaði Jónas heitið siðbót eigi
að síður í samsetningum. Sýnir það að orðmyndin siðbreyting var ekki
orðin töm. Í skýringu sinni benti Jónas ekki á eldri notkun heitisins.
Heitið siðbreyting hefur hlotið töluverða festu í íslensku fræðimáli
með ritum sagnfræðinganna Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur (f. 1945) og
120 Jónas Gíslason, Siðbreytingin á Íslandi, bls. 4. Undirstrikanir í tilvitnun Jónas
Gíslason. Á það skal bent að aðeins 3–4 árum áður notaði Jónas heitið siðbót á
hefðbundinn hátt. Jónas Gíslason, „Úr sögu íslenzku siðbótarinnar“, Orðið. Rit
Félags guðfræðinema 4. árg., 1. tbl. 1967–1968, bls. 21–27. Jónas Gíslason, „Þáttur
erlendra manna í íslenzku siðbótinni“, Orðið. Rit Félags guðfræðinema 5. árg., 1. tbl.
1968–1969, bls. 22–28. Heitið siðbylting kemur ekki fyrir í ritmálssafni orðabókar
Háskólans en nokkur dæmi eru um notkun þess. Kunnast þeirra er ugglaust úr bók
Guðbrands Jónssonar um Jón Arason. (Guðbrandur Jónsson, Herra Jón Arason,
Reykjavík: Hlaðbúð, 1950, t.d. bls. 135, 162). Leit á tímarit.is sýnir að orðið kemur
þrisvar fyrir í tengslum við Lúther og tengjast tvö dæmanna Guðbrandi Jónssyni.
(Sjá og Heimir Steinsson, „Samfélagsáhrif siðbótarinnar“, Lúther og íslenskt þjóðlíf.
Erindi flutt á ráðstefnu um Martein Lúther, er haldin var 4. nóvember 1983 í tilefni þess
að 500 ár voru liðin frá fæðingu hans, ritstj. Gunnar Kristjánsson og Hreinn Hákon-
arson, Reykjavík: Hið íslenska Lúthersfélag, 1989, bls. 103–117, hér bls. 104.) Eitt
nýjasta dæmið er úr pistli eftir o(dd V.) Ó(lafsson) í Tímanum er 500 ár voru liðin
frá fæðingu Lúthers. oÓ, „Skrifað og skrafað“, Tíminn 13. júlí 1983, (bls. 8).
HEITI SEM SKAPA RÝMI