Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 223
222
grunnskólans. Í kennslubókum sem gefnar voru út beggja vegna síðustu
aldamóta virðist heitið siðbót aftur á móti vinna á.133 Í námsefnisgerð
hefur þróuninni í fræðilegri orðræðu því ekki verið fylgt eftir í seinni tíð í
þeim mæli sem gert var lengst af á 20. öld.
Tilraunir til að skapa rými
Hér á undan var bent á hvernig Jón Helgason leitaðist við að nota fleiri
en eitt heiti um trúmálahræringar 16. aldar og skapa þar með nauðsyn-
legt rými fyrir sundurgreiningar umfram það sem mögulegt er þegar eitt
almennt yfirheiti er viðhaft eins og algengast var með orðin sið(a)skipti og
sið(a)bót. Áhugaverð tilraun í þá veru kom aftur fram í ritinu Siðskiptamenn
og trúarstyrjaldir (1942) eftir Sverri Kristjánsson (1908–1976) sagnfræð-
ing. Í „erindaflokki“ sem þar var prentaður lagði höfundur til grundvallar
stjórnmála- og félagssögulega sýn á viðfangsefni sitt sem kemur m.a. fram
í að hann taldi „guðfræðingarifrildi“ og „fræðilegar hártoganir“ „siðskipta-
aldarinnar“ ekki vekja forvitni annarra en sérfræðinga en staðhæfði:134
Siðskiptaöldin skapaði þjóðríki nútímans og lagði hornsteininn að
hinu almáttuga ríkisvaldi, sem síðan hefur aukizt og margfaldazt
með litlum hvíldum allt fram til þessa. Hún skapaði hin þjóðfélags-
legu og pólitísku skilyrði borgaralegrar auðsöfnunar og borgaralegra
framleiðsluhátta, sem síðan hafa farið sigurför um heim allan.135
Sjá má augljós áhrif frá kenningum þýska félagsfræðingsins og heim-
spekingsins Max Weber (1864–1920) í þessum annars almennu orðum.
En Weber taldi sem kunnugt er bein tengsl vera milli grunnstoðanna í
siðfræði mótmælenda, hófsemi og iðjusemi, og upphafs kapítalískrar auð-
söfnunar.136 Augljóslega mótaðist Sverrir Kristjánsson af þeirri leit að hlut-
133 Per K. Bakken, Liv Sødal Alfsen, Jostein Holmedahl, Vesla Jørgensen, Helge S.
Kvanvig, Kirkjan, Reykjavík: Námsgagnastofnun, 1989, bls. F1-F16. Iðunn Steins-
dóttir og Sigurður Pálsson, Kristin fræði – Upprisan og lífið, Reykjavík: Námsgagna-
stofnun, 1996, bls. 125–131. Gunnar J. Gunnarsson, Maðurinn og trúin, Reykjavík:
Námsgagnastofnun, 2007, bls. 41, sjá þó 39 (siðbreyting). Sjá þó Sigurður Ingi
Ásgeirsson, Kristin trú – Fagnaðarerindið, Reykjavík: Námsgagnastofnun, 2008, bls.
25 (siðaskipti).
134 Sverrir Kristjánsson, Siðskiptamenn og trúarstyrjaldir, Reykjavík: Bókaútgáfan Reyk-
holt HF, 1942, bls. 5.
135 Sverrir Kristjánsson, Siðskiptamenn og trúarstyrjaldir, bls. 5–6.
136 Max Weber, The Protestant Ethic and the Spirit of Capitalism, Talcott Parsons þýddi,
London: Unwin University Books, 1970. Hér ræðir Sverrir um áhrif „siðskiptaald-
hJalti huGasoN