Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 225
224
móti heitið siðbót og talar m.a. um siðbótarhreyfinguna í því sambandi.139
Siðbót notaði hann því í þrengri merkingu en siðskipti, þ.e. um guðfræði-
og/eða kirkjulegar hreyfingar sem klofnuðu frá miðaldakirkjunni.
Þetta rit Sverris Kristjánssonar frá upphafi 5. áratugar 20. aldar er gott
dæmi um að full þörf sé talin á mörgum heitum til að rúma greiningu á
trúmálahræringum 16. aldar, sem og að hvorki þarf að ríkja spenna milli
heitanna sið(a)skipti og sið(a)bót né heldur þarf orðið sið(a)bót sem slíkt
að vera ónothæft í þessu sambandi sé það ekki notað beinlínis í gildishlað-
inni merkingu.
önnur tilraun til að skapa rými með afmörkuðum heitum á þessu sviði
kom fram í riti Lofts Guttormssonar Frá siðaskiptum til upplýsingar (2000)
sem myndar III b. í ritröðinni Kristni á Íslandi („kristnihátíðarútgáfunn-
ar“). Í inngangi að verkinu gerði Loftur grein fyrir notkun sinni á þremur
heitum sem hann taldi nauðsynleg við greiningu á trúarsögulegri þróun
á tímabilinu frá fyrri hluta 16. aldar til síðari hluta þeirrar 18. en það
voru: siðaskipti, siðbót og siðbreyting. Siðaskiptum gaf hann líkt og Jón
Helgason og Sverrir Kristjánsson áður trúarpólitíska merkingu og lét það
ná yfir þann atburð „[...] sem leiddi til þess að horfið var frá kaþólskum sið
og upp tekin evangelísk-lúthersk kirkjuskipan.“140 Heitið siðbót kvað hann
aftur á móti notað til að lýsa „sjálfsskilningi og stefnuskrá“ manna á borð
við Lúther, Calvín og Gissur Einarsson. Stefnuskrá þeirra áleit hann hafa
falist í „nýjum skilningi á tengslum trúar og kirkju sem og kirkju og þjóð-
félags“ og hefði hún byggst á „trúarlegri sannfæringu“.141 Að þessu leyti
virðist hann á sömu nótum og Sverrir Kristjánsson þótt hann vísi vissulega
ekki til hans í þessu sambandi. Þriðja heitið, siðbreytingu, notaði Loftur
aftur á móti í félags- og/eða hugarfarssögulegri merkingu og vísar í því
sambandi til rannsóknar á „[...] hvernig [lútherskum] siðbótarmönnum
gekk að koma lútherskri stefnuskrá í framkvæmd.“142 Gerði hann í því
sambandi grein fyrir aðferðafræðilegu greiningarhugtökunum ímynd og
raunmynd. Ímynd vísar til þess atburðar eða skammtímaþróunar þegar í
139 Sverrir Kristjánsson, Siðskiptamenn og trúarstyrjaldir, bls. 53, 65, 70, 86, 93.
140 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 9, 17, 49, 54, 57, 59,
110, 361, sjá og bls. 403 (atriðisorðaskrá um siðbótarmenn og siðbótarfrömuði).
Leturbreyting í tilvitnun Loftur Guttormsson.
141 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 10–11, 17, 18, 49, 110,
361.
142 E.t.v. örlar á að Loftur Guttormsson noti heitið siðbreyting í almennri merkingu,
þ.e. sem samheiti við siðaskipti í fyrirsögninni „Siðaskipti – siðbreyting í skamm-
tíma“. Þetta er þó ekki augljóst. Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar,
bls. 5, 11, 15, 110, 361.
hJalti huGasoN