Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 233
232
hefðarinnar, til Hómers og Hesíodosar, Sólons og Pindars. Möguleikinn
er umfram allt skýrður með tilvísun til hugmyndarinnar um ágæti (aretē).
Menn geta því aðeins líkst guði ef þeir búa yfir ágæti þeirrar skynsemi sem
hefur þá upp til guðdómsins.1
Gott og vel: Hamingja heimspekinganna felst í því að vera hugur og
skynsemi sem mest má vera, en guð er fyrst og fremst hugur. Til að þessi
hugmynd gangi upp þarf hins vegar að gera ráð fyrir annars konar hug-
mynd, grunnhugmynd um hamingjuna: nefnilega að hamingja sé fyrst
og fremst einkenni á guðdómnum. Það er einmitt þessi grunnhugmynd
Grikkjanna sem er viðfangsefni mitt: hamingjan sem einkenni guðdóms-
ins. Grunnhugmyndinni fylgir eftirfarandi: vilji maður hamingju, þá vill
maður nálgast guðdóminn. Grískur skilningur á hamingju veltur á skiln-
ingnum á guðdómnum.
2. Grunnhugmyndin
Grikkirnir gerðu grein fyrir hugmyndinni um hamingju á ólíkan hátt í
ólíkum verkum. Heimspekingar reyndu að útskýra skilyrði hennar í sam-
ræðum sínum og ritgerðum. Ljóðskáldin hvöttu til réttlátrar breytni og
góðs lífernis í von um hamingju á æðra plani, handan móðunnar miklu.
Harmleikjaskáldin hörmuðu hversu lítil tök manneskjan hafði á eigin
hamingju. En allir áttu þessir höfundar eitt sameiginlegt. Þar sem var
ham ingja, þar var einnig guðdómur; þessi guðdómur var óbrigðul fyrir-
mynd hamingjunnar. Allt skyldi miðast við þennan guðdóm, allt óæðra
ástand útskýrt með tilliti til þessa æðsta ástands, veru guðdómsins. Mann-
leg hamingja fólst alltaf hjá öllum í því að líkjast guðdómnum svo mjög
sem kostur var.
Guðdómurinn átti sér upphaflega sína eigin einkunn, sérstakt orð sem
aðeins var notað um hann. Guð er makar, sem oftast er þýtt með orðinu
sæll. Þegar manneskja kallaðist makar (sem stundum kom fyrir og reyndar
stöðugt oftar eftir því sem tímar liðu), þá var henni líkt við guðdóminn;
manneskjan var í mikilvægum skilningi goðumlík. Þessi líking var leyfileg
í undantekningartilvikum, þegar manneskja þótti hafa yfirunnið á ein-
hvern hátt mannlegar takmarkanir, orðið lík guði. En fyrir alla Grikki
1 Um þessa heimspekilegu hugmynd, eins og hún birtist hjá Platoni, er ítarlegar
fjallað í: Svavar Hrafn Svavarsson, „Siðfræði Platons: Farsældin og Guð“, ritstj.
Svavar Hrafn Svavarsson, Hugsað með Platoni, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2013,
bls. 47–65.
sVaVaR hRafN sVaVaRssoN