Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 235
234
dómsins handan mannsins, sem á ekki möguleika á því að jafnast á við guð.
Því guð er bæði ódauðlegur og sjálfum sér algerlega nægur; sjálfstæður á
þann hátt sem dauðlegt hold verður aldrei. Í þriðja lagi veita þessir eiginleik-
ar guðdómsins honum ánægju og friðsæld sem fylgir hinu áhyggjulausa lífi.
Tillaga mín er þessi: Þetta þrennt einkennir hamingju guðdómsins á
öllum stigum grískrar menningar og því einnig hugmyndir um fyrirmynd
mannlegrar hamingju: ágæti, sjálfstæði, ánægja. Þessar einkunnir einkenna
guðdóminn hvort heldur í Hómer eða Aristótelesi.4 Manneskjan óskar
þeirra sem fullkominnar hamingju, suma þætti meira en aðra, allt eftir því
viðhorfi sem höfundur hefur til möguleika mannsins. Guð býr yfir þeim,
maðurinn girnist þá. og reyndar mætti sem hægast líta svo á að þessir
þættir guðdómlegrar hamingju tjáðu í verkum Grikkjanna ídeal mann-
legra eiginleika. Hvað um það: Að svo miklu leyti sem manneskjan vill lifa
hinu góða lífi, sem er þetta guðdómlega líf, vill hún líkjast guði.
Eftir þessu að dæma er samband manns og guðs á tvo vegu. Það ein-
kennist annars vegar af því að maðurinn er háður guði, hins vegar af því
að hann leitar eftir því að líkjast guði (sem birtist í hugmynd hans um
4 Þessi hugtakahópur er áberandi í Siðfræði Níkomakkosar 7.1177a19–b31, þar sem
Aristóteles telur upp viðurkennd einkenni guðdómsins: „Ef farsæld er verknaður í
samræmi við dyggð er hún að líkum verknaður í samræmi við æðstu dyggð, sem er
dyggð besta þáttar okkar ... Í fyrsta lagi er þessi verknaður bestur, því hvort tveggja
er, að vitið er besti þáttur okkar, enda fæst vitið við bestu þekkjanlegu viðföngin. Í
öðru lagi er hugleiðing samfelldust, því við getum hugleitt sannleikann samfelldar
en við getum ástundað nokkra breytni. En okkur þykir sem farsæld ætti að geyma
ánægju, og almennt er álitið að verknaður í samræmi við visku veki mesta ánægju af
þeim verknuðum sem eru í samræmi við dyggð ... Einnig hlýtur sjálfstæðið sem tal-
að er um helst að tilheyra hugleiðingu ... og svo virðist sem aðeins þessum verknaði
sé unnað sjálfs sín vegna ... og farsæld virðist velta á tóminu sem okkur gefst ... En
slíkt líf er meira en maðurinn ræður við. Þannig lifir hann ekki sem maður, heldur
að svo miklu leyti sem eitthvað guðdómlegt dvelur í honum. Þessi guðdómlegi
þáttur er þeim mun æðri en okkar samsetta náttúra sem verknaður hans er æðri en
verknaður sem tilheyrir hinni gerðinni af dyggð. Ef vit er guðdómlegt miðað við
manninn hlýtur vitrænt líf að vera guðdómlegt miðað við mannlegt líf. Við megum
ekki hlýða þeim sem brýna fyrir okkur manneskjum að hugsa um mannlega hluti,
okkur dauðlegum að hugsa dauðlega hluti, en verðum eftir fremsta megni að gera
okkur ódauðleg og kosta öllu til að mega lifa eftir besta þætti okkar.“ Aristóteles,
Siðfræði Níkomakkosar, síðara bindi, þýðing Svavars Hrafns Svavarssonar, Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 1995, bls. 248–50. Um stöðu þessara einkenna guð-
dómsins hjá Hómer, sjá Cornelis de Heer, MAKAR – EUDAIMÔN – OLBIOS –
EUTUCHÊS: A Study of the Semantic Field Denoting Happiness in Ancient Greek to
the End of the 5th Century, Amsterdam: Hakkert / University of Western Australia
Press, 1968, bls. 4–11.
sVaVaR hRafN sVaVaRssoN