Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 236
235
hamingju). Annars vegar gefur guð manninum gjafir. Það er vegna guðs
gjafa sem maðurinn getur orðið ágætur, hvort heldur það verður fyrir þær
gáfur og hæfileika sem guð gæðir manninn eða lánsins sem guð lætur hann
njóta. Hins vegar reynir maðurinn að leita og herma eftir ágæti guðdóms-
ins og öðrum eiginleikum. Það eru heimspekingarnir sem vilja lágmarka
vald guðdómsins yfir manninum en hámarka möguleika mannsins á því að
öðlast þannig hamingju (og þá með því að verða guðdómlegur sjálfur).
Ég mun athuga fjóra kafla í sögu þessarar hugmyndar um tengsl manns
og guðs með hliðsjón af valdi guðs yfir mönnum og löngun manna eftir guði,
auk framlags siðfræðinganna. Þetta eru hliðarnar hjá Hómer, Hesíodos,
ljóðskáldunum og loks í handanhyggju skálda og forvera Sókratesar. Það
væri hægt að kanna aðrar hliðar þessarar sögu og fleiri, hvort heldur eftir
höfundum, tímabilum eða bókmenntagreinum. En ég held að þessi fjór-
skipting gefi ágæta mynd af þróun hugmyndarinnar. Fyrst reifa ég meg-
ineinkenni hugmynda hvers hóps, en greini síðan ítarlegar.
Það er hér sem siðfræðin skerst í leikinn með tilraun sinni til að skil-
greina skilyrði mannlegrar hamingju eða farsældar ekki út frá því að vera
guðdómlegur, heldur út frá því að líkjast guði í ágæti sínu og dyggð. Þannig
sjáum við að hugmyndir Grikkja – hvort heldur Hómers eða Aristótelesar
– um mannlega hamingju miða hana við eiginleika guðdómsins. Það sem
ræður því hjá Grikkjunum hvaða skilningi mannleg hamingja er skilin, er
skilningur þeirra á eiginleikum guðdómsins.
4. Hómersk hamingja
Hjá Hómer lesum við lýsingar á einkunnum guðdómsins og tilraunum
manna til að eignast hlutdeild í þessum einkunnum gegnum ágæti sitt og
lifa þannig hinu góða lífi. Í Hómersheimi leitar maðurinn eftir því að
verða hamingjusamur og goðumlíkur með ágæti sitt að vopni; þetta gerir
hann með leit sinni að heiðri, sem endurspeglar ágætið. Það sem stendur
manninum fyrir þrifum eru takmarkanir dauðleikans og hitt að hann er
seldur undir réttlæti Seifs, sem ávallt og alltaf útdeilir manninum einhverri
vesæld.5 Hann er fullkomlega háður guðdómnum. Í kvæðum Hómers er
maðurinn ábyggilega og örugglega vesælasta skepna jarðarinnar: „Því
5 Í Hómerskviðum eru einstökum hetjum oft og iðulega gefnar einkunnir eins og
goðumlíkur; um notkun þessara einkunna, einkum út frá hugmyndinni um dauð-
leika hetjunnar, sjá Jasper Griffin, Homer on Life and Death, oxford: Clarendon
Press, 1981, bls. 81–102.
SIFJAFRÆðI HAMINGJUNNAR