Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 238
237
gerir manneskju kleift að skara fram úr og því sem hlýst af því að skara
fram úr.10 Ríkidæmi sem ágæti gefur til kynna heiður og getur staðfest
heiðurinn, eins og þegar hermaðurinn fær herfang sitt og aðrar gjafir frá
konungi. Líkamsburðir og hugrekki eru líka ágæti, sem og fráleiki, eins og
fegurð. Jafnvel það að vera ráðhollur, sem virðist umfram allt styðja sam-
vinnu frekar en samkeppni, er ágæti.11 Hvert svo sem ágætið er, felast þau
verðmæti í því sem auka veg manns og heiður; ágætið er inntak heiðursins
og tjáir gott líf hins ágæta. En hér er ekki skýr greinarmunur hins innra
og hins ytra. Auður og afl er ekki sett í ólíkar kvíar. Enn fremur er ágæti
guðdómsins miklu fremra mannlegu ágæti. Guðdómleg fegurð og styrkur,
auður og viska, eru alltaf handan mannsins, og þess vegna verð hins algera
heiðurs.
En til er önnur uppspretta heiðurs hjá Hómer sem veit síður að sam-
keppni en sáttum og samvinnu. Hún birtist síður í stöðugri viðleitni
mannsins við að staðfesta eigið ágæti og stendur jafnvel í vegi fyrir slíkri
viðleitni. Þetta er skömm (aídōs), sem byggir á því að horft er til náungans
og þess heiðurs og þeirrar virðingar sem hann á skylda.12 Helstu drættir
þessa hugtaks áttu síðar eftir að birtast í því ágæti sem kallast hófstilling
(sōfrosynē), en virðist þó ekki vera ágæti á þessu stigi málsins – alltént ekki
að svo miklu leyti sem ágæti veit að samkeppni –, heldur frekar hyggindi
sem vita að gróðavænlegri samvinnu.13
Nátengd þessari skömm er virðing fyrir réttlæti Seifs, fyrirmynd að
réttlæti konunga.14 Til að fá frá guðunum það sem þeir þrá verða mennirnir
að sýna þeim þá óttablöndnu virðingu sem guðir verðskulda. Menn verða
afburðamaður (aristevein) og skörungur annarra manna.“ Fræðimenn hafa lengi
vitað af mikilvægi keppninnar innan forngrískrar menningar.
10 Sjá Adkins, Merit and Responsibility, bls. 32–33. Þegar ekki er gerður greinarmunur
á innri eiginleika sem hneigð til að breyta á vissan hátt og á breytni og svo afleið-
ingum breytni, þá er erfitt að aðgreina ágæti sem hneigð (eins og hugrekki) frá
ágætum athöfnum (góðum bardaga) eða afleiðingum hennar (ríkidæmi).
11 Um evbúlía, sjá M. Schofield „Euboulia in the Iliad“, Classical Quarterly 1/1986, bls.
6–31, endurútgefið í D.L. Cairns (ritstj.), Oxford Readings in Homer’s Iliad, oxford:
oxford University Press, 2001, bls. 220–59.
12 Cairns, Aidôs, bls. 12–14, gerir grein fyrir hugtakinu. Hin hliðin á skömm er sú
kennd sem segir að manni hafi mistekist eða brugðist, reynst ókleift að staðfesta
eigið ágæti.
13 See Helen North, Sophrosyne: Self-Knowledge and Self-Restraint in Greek Literature,
Ithaca: Cornell University Press, 1966, bls. 5–7, og Cairns, Aidōs, bls. 104.
14 Sjá Hugh Lloyd-Jones, The Justice of Zeus, Berkely: University of California Press,
1971, bls. 27.
SIFJAFRÆðI HAMINGJUNNAR