Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Qupperneq 239
238
að vera frómir og réttlátir í samræmi við guðlegan vilja. Þannig verða
þeir að haga sér svo sem ber gagnvart guðunum, ekki síst með sjálfstjórn
og réttlátum athöfnum. Hér kemur réttlæti (díkē) til sögunnar og mælir
fyrir um viðeigandi hegðun. Hjá Hómer er réttlæti ekki samkeppniságæti
frekar en sjálfstjórn, ólíkt til dæmis líkamsburðum, en eigi að síður felast í
réttlætinu verðmæti sem geta ákveðið hegðun mannsins og hamingju.
Þó að réttlæti sé ekki ágæti, fylgir ekki að réttlæti hafi ekki verið álitið
nauðsynlegt fyrir hið góða líf. Því þótt merking aretē hafi breyst gríðarlega
á tímabilinu frá Hómer til siðfræðinganna, tengdist hún alltaf hugmynd-
inni um hið góða líf. Fyrir persónur Hómers var ágæti mikilvægt fyrir
heiður (tímē), sem var mikilvægasti þáttur hins góða lífs. En réttlæti var
einnig mikilvægt fyrir heiður, jafnvel þó að réttlæti væri ekki skilið sem
ágæti. Því ágætur maður gat hegðað sér ranglátlega án þess að glata ágæti
sínu, en þó myndi heiður hann skaðast, eins og biðlar Penelópu fengu að
reyna. Spennan milli þessa tvenns, ágætis sem tengist samkeppni og rétt-
lætis sem tengist samvinnu, getur auðveldlega valdið árekstrum. Það mætti
þess vegna halda því fram að þessi hugmynd um hið góða líf, sem var svo
mikilvæg allt frá Hómerskviðum til siðfræðinganna, sé bakgrunnur þeirra
árekstra sem verða á milli þeirra sem hampa ólíkum gæðum sem forsend-
um þessa góða lífs.
Ágæti, dyggðirnar, er nauðsynlegt skilyrði heiðurs, ásamt bæði þeirri
hófstillandi kennd sem gerir manninum kleift að finna til skammar og
virðingu fyrir réttlæti Seifs. Að ofan var lagt til að fyrir hómerskan mann
fælist farsældin í því að búa við tímē, heiður. Þennan skilning á farsæld
mætti bera saman við annan sem svo að segja skyggnist handan heiðursins.
Þetta markmið er sældarlífið, þar sem leitað er eftir þeim þáttum guðdóm-
legrar hamingju sem birtast sem auðlegð, ánægja, áhyggjuleysi, fjarvera
alls strits og erfiðis, eins mikið öryggi frá mannlegu böli og mögulegt er.
En það eru mistök, held ég, að álíta þetta tvö aðgreind markmið.15 Að búa
yfir tímē jafngilti því að njóta viðurkenningar fyrir ágæti og næmi fyrir
skömm og réttlæti. Hið góða líf felst í því að búa yfir þessum kostum. Á
þennan hátt getur mannleg vera nálgast guðdómlega sælu (makaria), sem
endurspeglast í æðstum heiðri þeirra. Seifur er alfarið réttlátur og ágætur.
Guðdómleg sæla hans krefst þess. Hjá Hómer tjáir auðurinn eitt birting-
arform ágætisins. Hann gefur til kynna völd og tóm þeirra sem þurfa ekki
15 Þrátt fyrir de Heer, MAKAR, og Øivind Andersen, „Happiness in Homer“,
Symbolae Osloenses 2011, bls. 2–16, sem líta á heiður og sældarlíf sem tvenns konar
markmið óháð hvort öðru.
sVaVaR hRafN sVaVaRssoN