Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 240
239
að strita. En hann byggist alltaf á því ágæti sem færir manninum tímē. Svo
farast Sarpedon orð (Ilíonskviða 12.310–12):
Hví erum við, Glákus, virtir öðrum mönnum framar í Lýkíu, bæði
með sessakostum og kjötskammti og fullum drykkjarkerum? Hví
horfa allir á okkur, sem værum við einhverjir guðir? Hví höfum við
hlotið til eignar mikið land á Ksantusbökkum, gott tréland og hveiti-
land? Þess vegna eigum við að standa fremstir meðal Lýkíumanna
og ganga út í hinn brennheita bardaga, svo einhverr hinna harð-
brynjuði Lýkíumanna taki svo til orða: engin vansemd er konung-
um vorum í, þeim er vald hafa yfir Lýkíu, að neyta feitra sauða og
drekka útvalið ljúffengt vín; því hugrekki þeirra er ágæt, með því
þeir berjast fremstir í flokki Lýkíumanna.
Heiður þeirra Sarpedons og Glákosar er byggður á kostum og breytni sem
tryggja sældarlíf. Athugið það ágæti sem hvílir á efnislegri auðlegð. Það
gefur til kynna heiður sem merki um virðingu. En auðurinn býr einnig að
baki örygginu sem hinir farsælu búa við, ekki síst í Ódysseifskviðu; auður
skapar heiður. Þannig eiga auður og efnisleg velsæld þátt í því að tryggja
glæsileika, halda fjarri öllu striti og áhyggjum, því sældalífi sem er annað
megineinkenni á tilvist guðanna. og þar sem hann bægir frá áhyggjum og
striti, fæðir hann af sér ánægju. Hugmyndin er sú að auðugur maður sé
líklegri til að njóta ánægjulegrar og auðveldrar framtíðar. Auðurinn gefur
líka færi á því að lifað sé lífi glæsileikans. Það er ekki erfitt að tengja hug-
myndina um áhyggjulaust sældarlíf sem og glæsileika við aðdáun á hinum
ódauðlegu guðum. Hugmyndin sjálf vísar til guðanna.
Það er alltaf komið undir vilja guðanna, Seifs og örlaganna, hvort
manneskjan nær að nota ágæti sitt þannig að vel takist til og hún öðlist
þann heiður sem hún á skilinn. Guðir eru taldir bera ábyrgð á hörmungum
mannsins sem og stundarlangri hagsæld. Í niðurlagi Ilíonskviðu lesum við
orð Akkillesar (24.525–33):
Því guðirnir hafa skapað vesölum mönnum það hlutfall, að þeir
skyldu lifa við harma, en sjálfir eru guðirnir sorgalausir. Á hallargólfi
Seifs standa tvö ker; í þeim kerum eru gjafir þær, er guðirnir veita;
í öðru kerinu er hið illa, en í hinu hið góða. Veiti hinn þrumuglaði
Seifur einhverjum manni beggja blands af kerum þessum, þá ratar
sá maður ýmist í gæfu, ýmist í ógæfu; en þeim sem hann úthlutar
SIFJAFRÆðI HAMINGJUNNAR