Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 241
240
hörmungunum, þann mann gerir hann svívirðilegan; þann mann
eltir sár sultur um víða veröld; hann ráfar hingað og þangað, og er
hvorki virtur af guðum, né mönnum.
En þeir eru einnig ranglega taldir bera þessa ábyrgð, eins og Seifur leggur
til í upphafi Ódysseifskviðu (1.32–34):
Mikil firn eru það, hversu dauðlegir menn þó ásaka guðina: þeir
segja, að hið illa komi frá oss, en rata þó sjálfir í raunir, fyrir forlög
fram, sökum ódáða sjálfra þeirra.
Jafnvel þótt manneskjur leitist við að líkja eftir því ágæti sem einkennir
guðina, eru þær jafnframt háðar guðunum. Sá maður sem býr við heiður
í krafti gæða sinna er gæfusamur (olbíos). Hann fær þá hluti frá guðunum
sem eru gæfa hans, olbía: auð, börn, vegsemd. Þessir hlutir eru aldrei í
sjálfu sér gæfa; þeir eru það aðeins ef guðirnir vilja það. Gæfan verður
aðeins stöðug fyrir vilja guðanna, alltént stöðugri en án hans.16
5. Hesíodos, vesældin og réttlætið
Í skáldskap sínum tjáir Hesíodos hugsanir um myrkari heim, þar sem guð-
dómlega góðlífið er enn fjarlægara manninum en hjá Hómer, þótt vonast
megi eftir stundaránægju. Hins vegar getur maðurinn lagt eitthvað af
mörkum, minnkað vesæld sína, komið í veg fyrir mestu hörmungarnar,
með því að fylgja guðdómlegu réttlæti, réttlæti Seifs. Ágæti Hómers, sem
innihélt ekki réttlæti en leit þó til þess, hefur víkkað út og inniheldur nú
réttlæti.17 En það sem er mest um vert, þá hefur manninum verið eignað
nokkuð sjálfstæði í leit hans að, ef ekki góðlífinu sjálfu, þá að minnsta kosti
skásta lífinu sem völ er á, sem þó er iðulega skelfilegt. Skýrum málið betur.
Viðhorf Hómers til guðdómlegrar hamingju veldur svartsýni gagnvart
möguleikum mannsins á því að öðlast hamingju með því að eignast hlut-
deild í eiginleikum guðdómsins. Mannlegt líf er misjafnlega illa sett vegna
þess hvernig ástatt er um manninn og hvernig ytri þættir hafa áhrif á hann
16 Sbr. de Heer, MAKAR, bls. 12–14.
17 Þótt hið góða og hið réttláta sé tvennt í Verkum og dögum, bls. 190–92, er þetta
tvennt náskylt, og í bls. 274–92 (þar sem skáldið ávarpar bróður sinn Perses), gerir
ágæti ráð fyrir réttlæti. Um réttlæti og tengsl þess við ágæti hjá Hómer og Hesíodos,
sjá einkum Lloyd-Jones, Justice of Zeus, kafla 1–2, gegn Adkins, Merit and Responsibi-
lity, kafla 4, og E.R. Dodds, The Greeks and the Irrational, Berkeley: University of
California Press, 1951, kafla 2, sem og Cairns, Aidôs, bls. 100–103, bls. 152–56.
sVaVaR hRafN sVaVaRssoN