Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 243
242
mikilvægi þess að þekkja takmarkanir sjálfs sín sem dauðlegrar veru. Þar
sem hugmyndin snýst um guðsótta er hún trúarleg og sprottin úr öðru
umhverfi en hið pólitíska og félagslega gildi skammarinnar sem við finn-
um hjá Hómer.
En vegna efnislegrar velgengni njóta hinir lánsömu frelsis og áhyggju-
leysis. Að því leyti líkjast þeir guðdómnum. Þessi velsæld sem grundvallast
á því að maðurinn er laus undan áhyggjum og striti fæst aðeins með vinnu
og eljusemi, segir Hesíodos (Verk og dagar, bls. 286–92): Milli dauðlegra
manna og þess ágætis sem þeir þrá – hér auðæfi og samfélagsvirðing – hafa
guðirnir sett erfiði og svita. Þetta ágæti er ekki innri eiginleiki, og það fæst
aðeins fyrir vilja guðanna. En sá vilji veltur á því að breytandinn sé rétt-
látur. Hvað sem því líður er vinnan, erfiðið, undir manni sjálfum komin,
nauðsynlegt skilyrði velsældar, en þó ekki nægjanlegt.
Það réttlæti Seifs sem finnst hjá Hómer verður meira áberandi hjá
Hesíodosi. Skáldið hefur mátt þola ranglæti af hendi bróður síns – rang-
læti sem fólst í meinsæri og réttarspillingu – sem leiðir til þess að auði
(forsendu velsældar) er útdeilt á ranglátan hátt. Guðir Hesíodosar varð-
veita réttlæti þegar fyrirmenni fyllast ofdrambi (hybris) og breyta aðeins á
grundvelli eigin hagsmuna. Réttlæti er launað með gæfu (olbos) og refsað er
fyrir ranglæti (Verk og dagar, bls. 280–88):
Því vilji einhver sem þekkir hið rétta tjá það á torgum, honum veitir
hinn víðskyggni Seifur gæfu. En meinsærismaður sem viljandi lýgur
með vitnisburði sínum skaðar Réttlætið og sjálfan sig, svo ekki grær
um heilt, en kyn hans er framvegis skilið eftir í sortanum. En kyn
mannsins sem sver sanna eiða verður framvegis betra.
Gæfan er laun réttlætis hjá Hesíodosi, sem leiðir til þess að breytandinn
fær einhverja hlutdeild í guðdómlegum eiginleikum hamingjunnar. Réttlæti
sem ágæti veltur á breytandanum sjálfum, og að svo miklu leyti sem rétt-
læti stuðlar að gæfu er gæfan undir breytandanum sjálfum komin.19
19 Hafa skyldi í huga að munurinn á manninum hjá Hómer og Hesíodosi er ekki sá að
hjá Hómer finnum við aðeins samkeppnisgildi að baki hugmyndinni um hið góða
líf, en Hesíodos kynni til sögunnar og leggi áherslu á gildi sem horfa til samvinnu.
Miklu frekar mætti segja að maður Hesíodosar sé var um sig og tortryggi guðdóm-
inn á þann hátt sem maður Hómers geri ekki; hjá Hómer finnum við ekki þessa
tegund af guðsótta. Þessi varhugur birtist í því að manneskjan breytir réttlátlega
og frómlega að svo miklu leyti sem hún vill öðlast hamingju. Hetjur Hómers til-
heyra fjórða kyni Hesíodosar. Þær eru „gæfusamar hetjur“, en löngu horfnar úr
sVaVaR hRafN sVaVaRssoN