Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 244
243
6. Frá Sóloni til Pindars: Ágætið fært inn í manninn
Samkvæmt lýrísku skáldunum hlýtur mönnunum að mistakast í leit sinni
að hinu góða lífi, því þeir eru ekki guðir. Hvað segir ekki ljóðskáldið Sólon
(brot 14): „og enginn maður er sæll (makar), heldur eru allir þeir vesælir
sem sólin horfir niður á.“ Hamingja mannsins er enn mæld á mælikvarða
guðdómsins. Mannlegt líf stendur aldrei undir þeirri hamingju. Þó finnum
við í bjartari veröld ljóðskáldsins Pindars að maðurinn getur búið yfir
ágæti, bæði hómersku og hesíodísku, og að þetta ágæti hefur verið kanon-
íserað sem innri dyggðir. Þetta ágæti gerir manninum kleift, að minnsta
kosti njóti hann einhverrar hjálpar guðdómsins, að verða goðumlíkur í
þessu lífi og – sem er meira virði – félagi guðanna og jafnvel guðdómlegur
sjálfur í handanvistinni. Manneskjan verður stöðugt sjálfstæðari í leit sinni
að hamingju, og nauðsynlegt skilyrði allrar hamingju er innra ágætið, sem
aftur er guðdómlegur eiginleiki.
Lýrísku skáldin hafa löngum talist svartsýn; þau telja lítt benda til þess
að manneskjan geti orðið hamingjusöm. Þau leggja iðulega áherslu á ófull-
komleika hennar, takmarkanir, miðað við guðdóminn, sem alfarið ráði
málefnum hennar.20 Samkvæmt þessari heimssýn veltur hamingja manns
alfarið á guðdómnum. Einkum þótti eldri lýrísku skáldunum ljóst að
manneskjan væri vesælingur sem gæti ekki vonast eftir því að líkjast guði á
nokkurn hátt. Tengsl manns og guðs væru alfarið í aðra áttina, þannig að
guð gæti greitt úr málum hinna ágætu og jafnvel veitt hagsæld um hríð.
Þess vegna ætti að njóta þeirrar ánægju sem gæfist, eftir þeim leiðum sem
til boða stæðu. Þessari svartsýni fylgdi viss nautnahyggja sem mælti með
því að njóta bæri þeirra fáu nautna sem byðust. Þessar nautnir voru ólíkar
þeim sem guðunum buðust. Ánægja guðanna, áhyggjuleysi og sældarlíf
byggist á því að þeir eru algerlega sjálfum sér nógir. Ánægja okkar mann-
anna felst í óvissum nautnastundum. Þess vegna boða ýmis skáld nautna-
hyggju, að taka skyldi fegins hendi við þeirri ánægju sem til boða stæði:
„Hvað varðar mig um auð og skömm? Gleðiblandin ánægja sigrar allt“
(Þeógnis, bls. 1067–68; sbr. bls. 765–68). Ánægjan byggir eigi að síður
á efnalegri hagsæld, sem þó varir aðeins um stundarsakir; maður ætti að
njóta hennar á meðan hún varir. Mörg skáldin voru ólík Hesíodosi að því
heimi Hesíodosar. Fimmta kynið, kyn venjulegra manneskja, einfaldlega þjáist, þó
mismikið sé.
20 Sjá Mark Griffith, „Greek Lyric and the Place of Humans in the World“, Cambridge Com-
panion to Greek Lyric, ritstj. F. Budelmann, Cambridge: Cambridge University Press, 2009,
bls. 72–94, hér bls. 75–79.
SIFJAFRÆðI HAMINGJUNNAR