Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 246
245
tryggir að hvorugt varir og refsing vofir yfir. Því þarfnast þessi gæfa (olbos)
réttlætis.23
Í broti 15 (sbr. brot 24) aðgreinir Sólon greinilega auð og ágæti (aretē),
sem varir:
Mörg illmenni eru auðug og eðalmenni fátæk. / En við skiptum
ekki á / auði þeirra og ágæti, því það er ávallt öruggt, / en auður er
ýmissa á ólíkum tímum.24
Hér sjáum við greinilega tilraun til að aðgreina ágæti og auð sem mikil-
vægasta þátt ytri gæða. Sólon gengur reyndar lengra og leggur til að ágæti
tilheyri hinum innri manni þegar hann lýsir skeiðum lífsins (brot 27.11–
16):
Á sjötta skeiði er hugur manns þjálfaður fyrir allt / og vill hann síður
fremja fáráðsverk. / Á sjöunda og áttunda, er hann langtum bestur í
hugsun / og ræðu, samtals fjórtán árum. / Á níunda getur hann enn,
en ræða hans / og viska sanna síður ágætið.
Að minnsta kosti er Sóloni ljós greinarmunur ágætis sem getu eða hæfi-
leika og ágætis sem afraksturs eða verðlauna, en þessi munur var hulinn
Hómer. Engu að síður þarf gæfa, sem byggir á mannlegu réttlæti, skilyrð-
islaust á greiðvikni guðdómsins að halda.
Bjargarleysi manneskjunnar verður áberandi í kveðskap lýrísku skáld-
anna. Takmarkanir mannsins og ófullkomleiki eru þó af ýmsu tagi. Þar sem
manneskjur búa aldrei yfir algeru ágæti, í þeim skilningi að þær hafa aldrei
til að bera allar dyggðir, verður hamingja þeirra aldrei alger. Mannlegu lífi
fylgir alltaf böl; hamingjan varir ekki og þarfnast aðstoðar guðdómsins.
Þessa hugsun má finna í frægustu línum Pindars (Pýþíudrápa 8.95):
23 Gregory Vlastos hélt því fram að réttlæti Sólons væri af tvennu tagi, annars vegar
í einkamálum, hins vegar opinberum, pólitískum málum, en róttækur skilningur
Sólons ætti aðeins við opinbert, pólitískt réttlæti; sjá „Solonian Justice“, Classical
Philology 2/1946, bls. 65–83, endurútgefið í Studies in Greek Philosophy, Volume 1:
The Presocraties, Princeton: Princeton University Press, 1995, bls. 32–56. Sam-
kvæmt Vlastos kynnir Sólon til sögunnar pólitískt réttlæti a „natural, self-regulative
order“ bls. 65. Hugmyndin að ranglæti komi í veg fyrir gæfu og velgengni er meg-
inefni Ríkisins eftir Platon.
24 Sjá einnig umfjöllun Friedrich Solmsen, Aegiod and Aeschylus, Ithaca: Cornell
University Press 1949, bls. 122.
SIFJAFRÆðI HAMINGJUNNAR