Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 247
246
Stundlegar verur (epameroi)! Hvað er hver? Hvað er ekki hver?
Draumur skugga / er maðurinn. En þegar birtan kemur sem Seifur
gefur, / hvílir skínandi ljós á mönnunum, og ljúft líf.25
Pindar er ólíkur eldri lýrískum skáldum með því að honum verður ekki
(a.m.k. ekki eins) tíðrætt um bjargarleysi manneskjunnar, hversu mjög hún
er háð guðdómnum. Guðirnir eru einfaldlega æðri, eins og hjá Hómer. Það
er mögulegt að nálgast hið guðlega með sínum eigin gáfum og atgervi, þ.e.
með ágæti, þótt guðlegrar aðstoðar sé ætíð þörf. Ágætið sem í meðförum
Pindars hafa orðið höfuðdyggðirnar26, ásamt frómleika (sem getur tryggt
vinsemd guðanna), þarfnast guðdómlegrar íhlutunar eigi þær að geta af
sér sannarlega einstök afrek og skapa þá sem eru evdaímones; þær gefa sigur
sem heiður. En þessi evdæmonía getur ekki verið varanleg og veltur ljóslega
á vilja Seifs: „Sannarlega stýrir mikill hugur Seifs / daímon þeirra manna
sem honum eru kærir“ (Pýþíudrápa 5.122–23).
Ágætið eða dyggðirnar búa í sálinni sem er ódauðleg og leyfir var-
anlega hamingju, sem þó er yfirskilvitleg.27 Þetta getur gerst ef sálin fær
heimkynni í handanheimi í samfélagi guðdómlegra vera. Þannig getur
hún snúið aftur til guðdómlegs upphafs síns, því mannlegar verur og guð-
legar eiga sér sama upphaf (Nemeudrápa 6.1–7):
Eitt er kyn manna, annað guða. En frá einni móður drögum / við
báðir anda okkar. Þó aðskilur að okkur hefur hlotnast gerólík /
gáfa, því annað kynið er ekkert, / en bronshiminninn er til eilífðar /
öruggur staður. Eigi að síður svipar okkur nokkuð til hinna ódauð-
legu, / hvort heldur að mikilleika hugarins eða náttúru líkamans, /
þó að við vitum hvorki / að degi né nóttu / hvaða skeið örlögin hafa
gert okkar að renna.
Í þessum línum ítrekar Pindar þá hefðbundnu hugmynd að manneskjan sé
lítilfjörleg í samanburði við guðdóminn, auk þess hve fjarri hún sé því að
vera sjálfri sér nóg.28 Hann leggur til að manneskjan sé undir guði komin,
25 Um orðið epameros eða efēmeros sem einkunn mannsins, sjá þekkta grein eftir
Hermann Fränkel, „Ephemeros als Kennwort für die mennschliche Natur“, Wege
und Formen frühgriechischen Denkens, München: Beck, 1960 [1955], bls. 23–39.
26 Um höfuðdyggðir, sjá einkum Isþmíudrápu 8.24 o.áfr.
27 Sjá brot 131b og 133.
28 Sjá einnig t.d. Isþmíudrápu 3.18a–b: „Sem dagarnir renna framhjá breytist lífið á
ýmsa lund. / En synir guðanna eru ósærðir.“
sVaVaR hRafN sVaVaRssoN