Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 251
250
ljóslega mikilsverðast. Sú staðhæfing Herakleitosar (B119) að karakter
mannsins, siðgerð hans, sé daímon mannsins, gefur til kynna að velgengni
mannsins velti á honum sjálfum. Að svo miklu leyti sem siðgerð mannsins
veltur á sál hans og ágæti, gæti maður ályktað að samkvæmt Herakleitosi
ylti velgengni mannsins á ágæti hans.
Guð Herakleitosar, hinn nýi Seifur, „hinn eini vitri“ (B32) stýrir alheim-
inum með huga sínum (B41). Guð viðheldur reglu sem er réttlæti (B94).
Sem fyrr er samanburður manns og guðs hinum fyrrnefnda óhagstæður.
Guð er alvitur, þótt maðurinn geti reynt að finna visku, en eins og mað-
urinn er gagnvart guði er apinn gagnvart manninum (B82–83, sbr. B79).
En þótt hann leggi áherslu á gjána sem aðskilur mann og guð, minnist
hann eigi að síður á mikilvægi þess að maðurinn reyni að nálgast sann-
leikann – sem er guðdómlegur – með því að gera skynsamlega grein fyrir
raunveruleikanum.33 Það mætti jafnvel leggja til að maðurinn geti nálgast
guðdóminn að svo miklu leyti sem honum tekst að gera skynsamlega grein
fyrir veruleikanum.34
En til er annars konar hefð sem leggur ekki eins mikið upp úr þess-
ari leit að greinargerð eins og trúarlegum og hreinum lífsháttum, sem
væru leið til björgunar, sáluhjálpar og reyndar til þess að verða að guði
(sem er ólíkt því líkjast guði). Því hvorum megin við Herakleitos má finna
orfeifsku og pýþagórisma annars vegar og Empedókles hins vegar, sem
sjálfur er undir miklum áhrifum orfeifsku og pýþagórisma. Launhelgar
sem tengdust þessum kenningum lofuðu innvígðum guðdómi að lífinu
loknu, raunverulegri guðdómlegri sælu.35 Kenningarnar leita „björgunar
í gegnum hið guðdómlega.“36 Í Hreinsunum telur Empedókles sjálfan sig
guðlega veru sem dæmd hefur verið til dauðlegrar vistar vegna afbrota
33 Um frumleika Herakleitosar þegar hann fjallar um skynsemi, sjá A. A. Long,
„Hera clitus on Measure and the Explicit Emergence of Rationality“, Body and
Soul in Ancient Philosophy, ritstj. D. Frede og B. Reis, Berlín: de Gruyter, 2009, bls.
87–109.
34 Demokrítos leikur einnig mikilvægt hlutverk í upphafssögu grískrar siðfræði, ekki
síst með því að færa ágætið inn í vitsmuni mannsins. Hann virðist þó ekki nálg-
ast málið með hugmynd um guðdóm í farteskinu. Þó segir hann (B189): „Best er
manneskju að lifa lífi sínu sem ánægðust og rólegust. Þetta gerist ef hún nýtur ekki
dauðlegra hluta.“
35 Sjá DK1B18. Um pýþagórískar hugmyndir um sálina, sjá Carl Huffman „The
Pythagorean Conception of the Soul from Pythagoras to Philolans“ og Frede og
Reis, Body and Soul, bls. 21–43.
36 Sjá Burkert, Greek Religion, bls. 12.
sVaVaR hRafN sVaVaRssoN