Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 259
258
(ég) (rí-)akta – Kata – hata
En nóg um það hversu óþolandi og ömurlegt það er að fylgjast með við-
tökunum á þessu magnaða verki. Það er líka ömurleg upplifun að vera
femínisti og lesa Kötu. Að þurfa að vera þakklát karlinum sem segir upp-
hátt það sem konur hafa verið að hamra á í áratugi. Að þurfa, í bland við
þakklætið og væntumþykjuna sem er þrúgandi og óþægilegt að sitja uppi
með, að finna fyrir, tjah, ef ekki sorg og bræði, þá í það minnsta pirringi
yfir því að Steinar hafi valið akkúrat þessa leið. Að hann hafi ákveðið að
nota ljótustu birtingarmyndir kynferðisofbeldis úr íslenskum samtíma til
að lýsa stöðu kvenna. Að hann skuli hafa teiknað upp myndir sem við
þekkjum úr fjölmiðlum af fígúrum eins og Jóni stóra, Gillzenegger og
Guðmundi í Byrginu en sleppa því að fjalla um bræður okkar sem nauðga
okkur. Feður okkar, eiginmenn, kærasta og afa, bestu vini, trúnaðarmenn,
góðu karlana, karlana okkar, strákana okkar. Þá sem við treystum. Hann
fór ekki þá leið og það er sannarlega ekki réttlátt að reiðast höfundi fyrir
að hafa ekki skrifað bókina sem ég vildi lesa en það er ekki laust við að ég
finni til reiði. Ég vil að karlar eins og Steinar Bragi skrifi um það hvernig
karlar útiloka konur kerfisbundið úr opinberri umræðu á netinu með hót-
unum og ofbeldi og ógeði. Að þeir skrifi um nauðgunina sem við getum
átt á hættu ef við drepumst heima hjá vini okkar eftir djamm. Um ofbeldið
sem við megum búast við ef við tölum upphátt um hatrið sem við finnum
sífellt fyrir og upplifum. Mig langar að þessari sterku rödd, þessum rosa-
lega stíl, sé beitt til þess að vekja athygli fólks á venjulega og hversdagslega
(og ömurlega) ofbeldinu.
Ég get auðvitað ekki sagt, sem hvítur og velmegandi millistéttarfem-
ínisti á Íslandi sem aldrei hefur nennt að passa upp á drykkinn sinn, að mér
finnist mín hversdagslegu vandamál vera meira aðkallandi en sýruárásir
eða lyfjanauðganir. Ég get hinsvegar sagt að mér finnst mun frekar skorta
á skilning á hversdagslega ofbeldinu. Ég hef aldrei hitt neinn sem þykir
sýruárásir á konur vera lítilvægt vandamál í heiminum. Ég er sannfærð
um að ætlun höfundar var að koma lesendum í skilning um raunveruleika
kvenna og þá stendur eftir spurningin: hvers vegna þarf morð og dýflissur
og pyntingar til þess? Af hverju þarf níðinga sem ferðast um borgina og
ræna stelpum sem þeir hafa aldrei séð áður? Er barnsmissir raunverulega
nauðsynlegur eða er verið að daðra við tilfinningaklám?
Mér varð hugsað til íslenskra fjölmiðla og þörf þeirra fyrir að flytja
eingöngu jákvæðar fréttir af sumu og hryllilega neikvæðar af öðru. Það eru
hilduR lilliENdahl ViGGósdóttiR