Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 262
261
Engar konur skutu börnin sín, manninn sinn og sjálfar sig á eftir.
Þær skutu engan vegna vansæmdar í vinnunni, skólanum, í ræktinni
eða á ættarmóti.
Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna unnu konur 70 prósent
af vinnu heimsins, í klukkustundum talið, og fengu fyrir 1 prósent
auðsins. Engin kona hefndi sín fyrir það.
Engar konur skvettu sýru. Þær skvettu engri sýru framan í svínið
eiginmann sinn sem barði þær vikulega, dró börnin á hárinu um
herbergið, kom drukkinn heim, barði þær meira og meig í rúmið og
talaði um sæmd fjölskyldunnar.
Engar konur hefndu fyrir sýruárás á dóttur sína, móður, systur
eða vinkonu.
Engar konur hefndu fyrir óréttlæti sem þær voru beittar.
Engar konur hefndu fyrir vansæmd. Höfðu þær kannski enga
sæmd fyrir?
Engar konur hefndu.
Karlmenn hefndu. Á alla mögulega vegu með orðum, barsmíð-
um, nauðgunum, vopnum og sýru. Konur hugsuðu um hefnd, sáu
alla mögulega vankanta á hefnd, létu sig dreyma um hefnd og þótt
örfáar, snarvilltar konur létu verða af því urðu þær ekki sæmdar af
hefnd: þær buguðust, gátu ekki meir, gripu til örþrifaráða og snerust
til varnar, helltu bensíni yfir karlinn sem hafði barið þær í tíu ár og
kveiktu á eldspýtu – en aldrei sem hetjur (bls. 289–90).
Hvers vegna hefnir Kata? Er verið að fantasera um réttlæti eða er verið að
velta upp spurningunni um hvernig heimurinn væri ef konur hefndu? Eða
er höfundur/söguhöfundur að yfirfæra sínar hugmyndir um réttlæti yfir
á konur? Leyfa þeim að prófa eða máta sig í hlutverkinu? Ég fann enga
fróun í hefndaraðgerðum Kötu. Enga. Mér fannst réttlætið ekki hafa sigr-
að. Ég er hreint ekki viss um að konur láti sig dreyma um hefnd. Ég held
að við látum okkur dreyma um réttlæti og ég held að okkur finnist lítið
réttlæti í hefnd.
spjalla – Kata – karl
Pólitík kvenna lýtur strangara og harðvítugra siðferði en á við um
karla; þær stíga feilspor og eru dæmdar til að haltra það sem eftir
lifir ferils. Karlar vaða um gasprandi, akfeitir, móðgandi og timbr-
aðir í gráum jakkafötum og þykja yfirleitt sæmilegir. Þeim er fyr-
AKTA! – KATA! – HATA!