Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 263
262
irgefið. Femínísk barátta má alveg vera gölluð og mun alltaf verða
það, rétt eins og önnur pólitík – hættum að gera svona mikið úr því
og byrjum á að samþykkja að baráttan sé nauðsynleg. og tökum þátt
í henni.
Steinar Bragi, „Að útdeila réttlæti“, Starafugl.is, 27. október 2014.
Ég, svona sem Hildur en ekki lesandi eða einu sinni femínisti, get ekki
mögulega annað en glaðst yfir þessum orðum, verandi femínisti sem hefur
stigið feilspor og er ætlað að haltra það sem eftir er. Ég get ekki annað
en þakkað Steinari fyrir stuðninginn, fyrir að fatta þetta, fyrir að taka
þessi skrif að sér, fyrir að taka þennan málstað upp og bara fyrir fokkíng
allt. Þar fyrir utan byrjaði ég auðvitað að lesa Steinar fyrir aldamót þegar
Augnkúluvökvi kom út eða Svarthol og ég hef þekkt hann persónulega í
áratug. Ég tengist auk þess mörgum sem koma fyrir í bókinni á ýmsan
hátt. Þetta gerir mér dálítið erfitt fyrir að átta mig á því hversu litað mitt
sjónarhorn á bókina er og þess vegna fannst mér allt að því nauðsynlegt að
hleypa annarri rödd inn í þessi skrif. Ég fann mér karl sem hafði lesið Kötu
og átti við hann spjall um bókina og upplifunina og viðbrögðin og samtím-
ann og erindið.
Ég sagði honum í upphafi að mér fyndist karlar hafa að sumu leyti
brugðist við Kötu í varnargír. Óöruggir, óttaslegnir. Næstum reiðir. Ég
sagði honum að ég hefði skynjað vörn í viðtölum og umfjöllun karla um
Kötu og mér þætti hún í senn pirrandi og áhugaverð.
Hann: „Ef það er rétt sem þú segir að þeir sýni þessi viðbrögð, þá
er það vegna þess að þeir eru eðlilega hræddir við andstöðuna og
halda að femínistar vilji gelda þá. Þá taka þeir skrif Steinars Braga
eða ofbeldisfulla réttlætislausn Kötu sem (mögulega) árás á sig og þá
verða þeir náttúrulega hræddir og finnst það galið. Það er hinsvegar
ekki það sem Steinar er að segja, að ofbeldi Kötu sé lausn, heldur
þvert á móti. Að sumu leyti held ég að það sé lausnin á sögunni, það
er ekki hægt að segja að hér sé ofbeldi og meira ofbeldi en það gerist
ekkert. En þannig, einmitt þannig, er það.“
Ég: „En þú sagðir að það væri skiljanlegt að þeir brygðust svona við,
hafa þeir þá rétt fyrir sér? Eða rangt?“
Hann: „Ja, þetta er ekki úr lausu lofti gripið hjá þeim. Það er ofbeldi
í umræðunni og ógnir. Sjáðu Stóru systur. Hún er mjög ógnandi
hilduR lilliENdahl ViGGósdóttiR