Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 264
263
gjörningur. Allt að því ofbeldisfullur. og það er allt í lagi, auðvit-
að geturðu ekki verið með andóf nema vera með ógnir, andóf er
ógnandi í eðli sínu, en mistökin sem þeir gera, eins og þegar karl-
ar voru að lesa í albúmið þitt, sem er mjög passífur gjörningur, er
að lesa hann sem aggressívan og átta sig ekki á því að viðbrögðin
þeirra segja allt um hann, þeir gera hann aggressívan með viðtökum
sínum þegar hann er raunverulega passívur. Þeir hengja sig á tit-
ilinn „Karlar sem hata konur“, eins og hann sé stórkostlegur glæpur,
og túlka hann sem svo að þú viljir gelda karla – sem auðvitað talar
líka inn í Stieg Larson og hefndina í þeim bókum. Sem er reyndar
eitthvað sem enginn hefur bent á svo ég viti, að Kata er á tímabili
Lisbeth Salander, sem hlekkjaði nauðgara sinn við rúm og tattúver-
aði hann. En eins og ég segi, þeim til varnar, þá er þetta ekki svo
fjarlægt í umræðunni. Það er svo auðvelt að misskilja reiði og andóf
sem árás þegar maður er ekki vanur neinu nema menningarlegri og
félagslegri styrkingu.“
Ég: „Ókei, nú er Lisbeth Salander hugarfóstur karls alveg eins og
Kata. Hvaða máli skiptir það?“
Hann: „Skiptir það einhverju máli? Það skiptir kannski aðallega
máli vegna þess að þá er það rætt. Það er ekki hægt að ræða Valerie
Solanas við mikið meira en handfylli af körlum á Íslandi, hún er
bara afskrifuð sem geðveik. Mér finnst ekkert erfitt að skilja íslensk-
an karlrithöfund af sömu kynslóð og jafnvel úr sama vinahópi og
Steinar sem móðgast yfir pólitík verksins. Mér finnst ekkert erfitt
að skilja að honum finnist ráðist á sig og vini sína. Það er vegna þess
að hann kann ekkert annað, hann hefur alltaf verið sá sem kann og
veit best og er flottastur í partíum. Svo kemur maður sem hann lítur
upp til og hefur verið hans vopnabróðir í skáldskapnum en samt allt-
af skrefi framar, sem snýr sér við og gerir þarna vin sinn, sem ekki
hefur tekið þessa afstöðu, samsekan í kúguninni. Auðvitað verður
vinurinn sár. Er það ekki? Er það ekki alveg skiljanlegt? Það er leið-
inlegt að láta segja við sig að maður enable-i ofbeldi, hvort sem
það er með því að beita því eða þegja um það. Eða… Við getum til
dæmis tekið Eirík örn Norðdahl. Ég verð að viðurkenna að ég segi
þetta án þess að hafa lesið Gæsku eða Illsku eða yfirhöfuð mikið eftir
hann, en miðað við það sem ég hef lesið um afstöðu hans til fem-
AKTA! – KATA! – HATA!