Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 266
265
í það að halda að Kata sé að boða ofbeldi sem lausn. Hún er kannski
að reyna það sem sögupersóna en það leiðir ekkert og það er ekki að
merkja að það sé niðurstaða höfundar. og í sjálfu sér er það auka-
atriði í bókinni, er það ekki?“
Ég: „Ég veit það ekki, ég skil ekki ennþá hversvegna Kata fer þessa
leið. Ég skil ekki hvaða erindi það á eða hver punkturinn með því er.
Það er kannski það sem ég skil síst við þessa bók; hvers vegna Kata
gerir það sem hún gerir.“
Hann: „Nei, ég skil það ekki heldur. Kannski hefur hefndin þann
tilgang að sýna fram á hversu alvarlegt áfall þetta er fyrir Kötu, hún
umbreytist frá líknandi hjúkrunarfræðingi, byrjar að reykja, hætt-
ir í sértrúarsöfnuðinum og lærir að hata bæði Kalman og Tómas.
Kannski elskaði hún aldrei Tómas.“
Ég: „Merkilegt að þú skulir segja þetta. Ég rak mig á ástarjátningu
um Tómas í upphafi bókar sem kom mér mjög á óvart í lestri tvö
af því að það er ekki að merkja það á Kötu í gegnum bókina að hún
elski hann. Á síðu 13 segir hún „Ég elska þig svo mikið, Tómas,
elsku hjartað mitt“ sem eftir á er mjög einkennilegt og úr öllum
karakter, líka karakter Kötu fyrir umbreytingu, sem virkaði á mig
kaldur, fjarlægur, freðinn og frekar gegnsýrður af óbeit á Tómasi
vegna dúkkuhússins.“
Hann: „Nei, hún elskaði hugmyndina um Tómas. Held ég. Hann var
sápuóperískur dashing læknir sem fór með hana til Bandaríkjanna.
Sennilega elskaði hún hann aldrei.“
Ég: „Hvernig upplifir þú nafngreiningarnar? Finnst þér þær að ein-
hverju leyti truflandi eða merkilegar?“
Hann: „Nei, sannarlega ekki. En spáum aðeins í þetta. Steinar er
að vissu leyti útlagi. Hann býr eins lítið og hann getur á Íslandi,
hann er ekki á Facebook, hann ætlar að vinna fyrir sér sem rithöf-
undur alla ævi. Hann á ekkert undir framtíðar vinnuveitendum og
hann þarf ekki að fylgjast með umræðunni og viðtökunum í beinni
útsendingu eins og við hin gerum í vinnunni eða á barnum eða á
Facebook. Hann hefur alltaf verið framandi á einhvern hátt. Ég
þekki fullt af fólki sem þekkir Steinar en hann er samt einhvern veg-
inn alltaf fýsískt fjarverandi. Hann horfir á þetta allt saman utan frá,
AKTA! – KATA! – HATA!