Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 273
272
í hverju samfélagi fyrir sig hvaða tilfinningar fólk hefur og ræktar með
sér.“13 Gunnar tekur afgerandi afstöðu með eðlishyggju, og vitnar stutt-
lega sér til fulltingis í rannsóknir mannfræðinga sem hafa m.a. fundið
vitnis burði um tilvist rómantískrar ástríðu í 148 samfélögum af þeim 168
sem þeir rannsökuðu. En, höfundi til mikillar armæðu þá virðist sem í
háskólum heimsins sé síst „lát á framleiðslu efnis sem mér finnst vera ekk-
ert annað en einfeldningsleg mótunarhyggja.“14
Gunnar hefur kynnt sér einn af áhrifavöldum mótunarhyggjunnar,
bókina Sögu kynferðisins eftir Michel Foucault en þótti ekki mikið til koma:
„Bókin orkar á mig sem afar óskipuleg og óljós og því erfitt að vitna til
hennar.“15 Þó höfundur sé sammála sumu sem mótunarhyggjusinnar hafa
skrifað þá rann honum til rifja „hvernig þetta ágæta fólk sem örugglega vildi
gera öllum gott hafði hrökklast undan ofurvaldi íhaldssemi og fordóma á
hægri armi samfélagsins út í öfgafulla mótunarhyggju sem engan veginn
gæti staðist. Mér fannst eins og fólk hefði gefist upp á að hasla sér völl á
grundvelli staðreynda og sannleika og freistað þess að búa sér til eins konar
óskaveröld þar sem allt væri jafn-eðlilegt og þar með jafn-leyfilegt.“16 Ekki
er ofsögum sagt að hann hafni mótunarhyggju afdráttarlaust: „Þarf maður
kannski að vera alinn upp við búskap með ómenntuðum nautgripum, sauðfé
og hrossum til að sjá hvað þetta er mikil fjarstæða?“17 Ef lesandi og höfund-
ur sætu saman yfir kaffibolla eða bjórglasi væru þetta eflaust ágætis innlegg,
en ekki er ljóst hvaða fræðilegt gildi slíkar yfirlýsingar hafa.
Einnig veigrar höfundur sér ekki við að fella býsna persónulega dóma
um fólk sem var uppi á 13. öld. Til dæmis segir um Guðrúnu Þórðardóttur,
sem kemur nokkrum sinnum fyrir í Guðmundar sögu dýra í Sturlungu, að
hún hafi elskað „helst til marga karlmenn“.18 Ekki er nóg með það, heldur
telur höfundur að Guðrún hafi verið „mjög ráðvillt og jafnvel trufluð á
geði og tilfinningar hennar þess vegna átakanlega ósamkvæmar sjálfum
sér“, hún hafi verið „manneskja sem gat valið sér mann einn daginn en
stokkið svo úr rúmi þeirra nóttina eftir“.19 Þær upplýsingar sem höfundur
13 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 22.
14 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 25–26.
15 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 26.
16 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 27.
17 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 26. (Með þessum rökum hafnar höf-
undur þeirri kenningu úr ranni mótunarhyggju að það sé lærð hegðun að örvast
kynferðislega af ljósmyndum).
18 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 97.
19 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 203.
RaGNhilduR hólmGEiRsdóttiR