Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 275
274
Höfundur gerir heimildagildi Sturlungu jafnvel enn hærra undir höfði
en Íslendingasögunum. Þar sé ekki á ferð skáldsaga, heldur samtíðarsaga,
sem megi betur treysta því áheyrendur og lesendur sögunnar hefðu
véfengt frásögnina og leiðrétt, ef höfundur hefði ekki gætt sín á því að
fylgja raunverulegum atburðum.23 Þetta er einnig rétt, upp að vissu marki.
Sturlunga er dýrmæt heimild um flest, og geymir ómetanlegar upplýsingar
um allt frá atburðum stjórnmála til lifnaðarhátta almúgafólks, þó þar séu
gloppur í.24 Hversu áreiðanlegar upplýsingar höfundar hennar veita um
innra tilfinningalíf samtíðarmanna sinna er samt annar handleggur. Ef
við hverfum aftur að ímynduðu samtali höfundar og lesenda, þar sem þeir
sitja yfir bjórglasi, og segjum sem svo að þeir heyri skyndilega samræður á
næsta borði þar sem fólk situr og ræðir persónuleg ástarmál hvors annars, þá
er næsta víst að viðbrögðin yrðu eitthvað á þessa leið: „Nei heyrðu nú mig,
þetta sagði ég aldrei, þetta gerðist ekki svona, þú skilur ekki hvernig mér
leið!“ Þrátt fyrir að þar væru samtíðarsögur á ferð er vafamál hvort þeim
væri treystandi. Þetta er í daglegu tali kallað slúður, og við verðum að spyrja
okkur hvort Guðrún Þórðardóttir og aðrir einstaklingar höfðu tækifæri eða
getu til að leiðrétta höfunda Sturlungu um sín eigin hjartans mál.
Gunnar sér t.a.m. ekki ástæðu til að véfengja það að síðasti eiginmaður
Guðrúnar Þórðardóttur hafi sagt við manninn sem ætlaði að höggva hann
til bana nótt eina í Laufási: „[É]g stóð þig þrisvar í hvílu hjá Guðrúnu,
konu minni.“25 Séu þessi orð rituð í Sturlungu, þá virðist Gunnar telja það
víst að þau hafi fallið með þessum hætti á þessari stundu, og séu sönnun
fyrir því að eiginmaðurinn hafi raunverulega gengið þrisvar sinnum inn á
hina „ráðvilltu“ Guðrúnu í rúminu með elskhuga sínum.26 Annað dæmi
um traust höfundar á heimildagildi Sturlungu er sagan af systrunum sem
báðar hétu Þóra. Þessa örsögu er að finna í Haukdæla þætti, og rekur einka-
samtal tveggja systra þar sem þær sitja við þvotta og ræða sínar innstu óskir
og drauma um framtíð sína og hjónabönd. Vitanlega áttar Gunnar sig á því
23 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 83–84.
24 Sturlunga saga er samsteypurit sem geymir fjölda mislangra sagna sem hefur verið
raðað niður í eina heild. Hún hefst á landnámsöld með Geirmundar þætti helj-
arskinns en meginefni hennar gerist á 12. og 13. öld. Sögurnar fjalla um valdabar-
áttu nokkurra ætta en víða fléttast frásagnir af daglegu lífi inn í atburðarásina.
Frásögnin virðist oft handahófskennd, raunsæ og hlutlaus, en það breytir því ekki
að höfundar og ritstjórar hafa vandlega valið og hafnað hvað var fært í letur og
hvað ekki.
25 Sturlunga I, bls. 199.
26 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 100.
RaGNhilduR hólmGEiRsdóttiR