Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 277
276
Sturlungu í leit að dæmum sem lýsa viðbrögðum fólks við fyrrnefndum
hormónum. Höfundur finnur ítrekað það sem hann leitar að, og í lok bók-
arinnar kemst hann að þeirri niðurstöðu um Íslendinga að fornu að „ást
fólks hafi í innsta eðli verið nokkurn veginn eins og við þekkjum hana“.30
Um slíkt viðhorf til sögunnar segir Gunnar sjálfur:
Sagnfræðileg saga er einkum lærdómsrík af því að hún sýnir okkur
að mannlífið geti verið öðruvísi og fjölbreytilegra en við héldum
áður. Ef við ályktum til dæmis að íslenskt samfélag hljóti að hafa
verið eins og önnur þrælasamfélög, hvað sem heimildir segja eða
láta ósagt – sem flestum finnst sjálfsagt líklegast – þá staðfestir sú
kenning sýn okkar á heiminn en bætir engu við hana.31
Hér tek ég heilshugar undir með höfundi. Sjálf gæti ég skrifað bók sem
hæfist á umfjöllun um líffræðilegt ferli hægða og þvagláts í mannfólki, rakið
öll dæmi sem ég fyndi til þess að fólk færi á klósettið í Íslendingasögunum
og Sturlungu, og klykkt svo út með því að alltaf væri mannskepnan söm við
sig. Tilgangurinn með því væri hins vegar óljós, og illa farið með áhuga-
vert og brýnt efni. Hið áhugaverða við fortíðina er hvernig menningin
skilyrti og mótaði viðbrögð fólks við líkamlegum þörfum sínum og horm-
ónum, ekki það að fólk hafi alltaf haft sömu hormónana. Það þarf ekki að
sanna það í 300 blaðsíðna doðranti að Íslendingar á tímabilinu 900–1300
hafi myndað ástarsambönd.
Alloft glittir í áhugaverð umfjöllunarefni í bókinni. Til að mynda þegar
höfundur nefnir þá þekktu staðreynd að íslenskar miðaldabókmenntir lýsa
útliti kvenna næstum aldrei, en eyða mörgum orðum í að draga upp mynd
af glæsileika og útlitseinkennum karlmanna. Þetta er í mótsögn við það
gildismat sem við þekkjum úr okkar eigin samfélagi, og býður upp á áhuga-
verðar spurningar. Höfundur sópar þeim hins vegar til hliðar, með þeim
rökum að þetta eigi ekki erindi við sagnfræðinga, heldur sé úrlausnarefni
bókmenntasögunnar.32 Æskilegt hefði verið að höfundur hefði horfst í
augu við það að nær allur sá hluti bókarinnar sem snýr að ástinni sem til-
finningu er inni á sviði bókmenntafræði. Gunnar er hins vegar á annarri
skoðun: „viðfangsefni okkar eru í grundvallaratriðum önnur. Ég er að
skrifa sagnfræði og hef í því sambandi aðeins áhuga á miðaldatextum sem
30 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 312.
31 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 244.
32 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 165–168.
RaGNhilduR hólmGEiRsdóttiR