Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 278
277
heimildum um miðaldafólk og miðaldasamfélag. Hann [Sävborg] skrifar
um ást sem bókmenntalegt viðfangsefni og bókmenntalega hefð.“33
Ritaðar heimildir um sögu Íslands á miðöldum eru svo fáar að við getum
ekki hunsað rannsóknir sem gerðar hafa verið á þeim, eingöngu á þeim
forsendum að þær séu unnar innan annarrar fræðigreinar. Rannsóknir og
niðurstöður bókmenntafræðinga á þeim verkum sem Gunnar notar sem
heimildir hefðu komið að miklum notum í bókinni.34 Athyglisvert er að í
umfjöllun um heimildagildi sagna um hirðskáld heldur höfundur því fram
að það dragi „úr gildi skáldsagnanna sem heimilda um ástir Íslendinga ef
því er trúað að þær séu samdar eftir einhvers konar formúlu.“35 Þetta lýsir
því viðhorfi að sumar miðaldabókmenntir séu skáldskapur meðan aðrar
endurspegli raunveruleikann og þessir tveir flokkar bókmennta eigi lítið
sem ekkert sameiginlegt. Fullyrðingin lýsir einnig ákveðnu skilningsleysi
á því að:
Textar eru ekki skapaðir í tómarúmi heldur verða þeir fyrir djúp-
stæðum áhrifum frá þeim sögulegu og samfélagslegu aðstæðum sem
þeir spretta úr. Þeir innihalda fjölda menningarlegra táknbera sem
eiga að meira eða minna leyti rætur í félagslegu samhengi. Sumir
textar hafa sterkari tengsl en aðrir við þær aðstæður sem þeir urðu
til í og bera vott ákveðinnar félagslegrar stefnu, almenningsálits,
tísku eða hugmyndafræðilegra álitamála tiltekins tímabils, meðan
aðrir virðast yfirstíga bæði tíma og rúm og veita svör við spurn-
ingum seinni tíma kynslóða. [...] En hvað sem líður hæfileika þeirra
til að teygja sig handan við sinn eigin stað og stund, þá eru textar
lýsandi fyrir ákveðið menningarlegt samhengi og það þarf þekkingu
á því samhengi til þess að hægt sé að skilja menningarlega skilyrta
samtengingarvirkni þeirra.36
33 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 41.
34 Til að mynda heldur Gunnar áfram þeirri hefð að líta á „Skírnismál“ sem ástarljóð
(bls. 62), þrátt fyrir að Helga Kress hafi bent á hve illa það eigi við um ljóð sem
lýsir hótunum karlmanns í garð konunnar sem hann/vinur hans girnist. Konunni
er hótað lífláti og félagslegri útskúfun, auk rómantískra smáatriða á borð við það
að hún verði neydd til að drekka geitahland. Helga Kress, „Eddukvæði“, Máttugar
meyjar. Íslensk fornbókmenntasaga, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1993, bls. 61–95, hér
bls. 71–74.
35 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 38.
36 Sif Ríkharðsdóttir, „Bound by Culture. A Comparative Study of the old French and
old Norse Versions of La Chanson de Roland“, Mediaevalia 2/2005, bls. 243–264,
hér bls. 243. Þýðing er höfundar. Upprunalega efnisgreinin hljóðar svona: „Texts
SIGUR EðLISHYGGJUNNAR?