Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 279
278
Skipting Gunnars á miðaldatextum í sagnfræðilegar heimildir og form-
úlukenndan skáldskap er ekki í takti við nýlegar áherslur í miðaldafræðum.
Úlfar Bragason hefur til að mynda rannsakað eftirlætisheimild Gunnars,
Sturlungu, út frá aðferðum bókmenntafræði og komist að því að í sögum
Sturlungu leynast þegar allt kemur til alls fjölmargar „formúlur“.37 Gunnar
hafnar hins vegar niðurstöðum hans í Ástarsögu Íslendinga og segir að Úlfar
fari „nokkuð flókna krókaleið til að nota Sturlungu sem söguheimild.“
Sjálfur kýs Gunnar að „gera ráð fyrir að atburðir sem sagt er frá í Sturlungu
hafi gerst nokkurn veginn eins og þar er sagt, ef ekkert sérstakt mælir gegn
því.“38
Ef höfundur hefði tekið meira mið af rannsóknum bókmenntafræðinga
hefði hann í það minnsta sparað sér það ómak að sigta varlega úr heimilda-
forðanum allar þær bókmenntir sem honum þóttu undir of miklum frönsk-
um/erlendum áhrifum til að geta lýst tilfinningalífi Íslendinga. (Nauðsyn
þess vekur í sjálfu sér furðu, þar sem ástin er jú alltaf eins.) Sagnfræðingur
á borð við Gunnar Karlsson veit mætavel að allar íslenskar miðaldabók-
menntir voru undir erlendum áhrifum.39 Án erlendra áhrifa hefðu þær
aldrei verið skrifaðar. Þess vegna skýtur skökku við að sjá hann nýta sér
frásagnir Gunnlaugs sögu ormstungu og Laxdælu af ástum aðalpersónanna,
sem eru undir augljósum riddarasagnaáhrifum, en hafna ástum í ridd-
arasögum sem gerast á erlendri grundu.40
Það eru einnig þó nokkur vonbrigði að hinn ágæti bókakostur sem
höfundur kynnti sér í heilt misseri við King’s College í London árið 2005
kemur sáralítið við sögu eftir fyrstu kaflana. Þar virðist höfundi nægja
are not created in a vacuum but are fundamentally influenced by the historical and
social conditions out of which they originate. Embedded within them, they contain
an array of cultural signifiers that are more or less rooted in that social context.
Some texts are more firmly grounded than others in the conditions out of which
they arose, giving evidence to a particular social agenda, public preference, fashion
or ideological questionings of an era, while others appear to us to transcend their
temporal and contextual borders through their ability to respond to the concerns
of later generations. [...] Regardless of their capacity to reach beyond their time
and place, however, texts are representative of a cultural context and require the
familiarity with that context for the comprehension of the culturally determined,
integrative functions.“
37 Sjá helst, Úlfar Bragason, Ætt og saga: um frásagnarfræði Sturlungu eða Íslendinga
sögu hinnar miklu. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2010.
38 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 84.
39 Sjá t.d. Janet Schrunk Ericksen, „Genre Indecision in Gunnlaugs saga ormstungu“,
Scandinavian Studies 1/2004), bls. 21–33.
40 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, sjá t.d. bls. 160–162, 167, 298–310.
RaGNhilduR hólmGEiRsdóttiR