Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 280
279
að lesa frumheimildirnar, lög, Íslendingasögur og samtíðarsögur með
hliðsjón af heilbrigðri skynsemi. Það er ákveðinn galli á bók sem gerir
tilkall til þess að verða grundvallarrit á sínu sviði að hún kynni lesanda
ekki jafn óðum fyrir hliðstæðri umræðu erlendis. Þó nokkuð er stuðst við
íslenska og erlenda fræðimenn sem hafa rannsakað sömu heimildir, en
þegar vel er að gáð virðist nytsemi þeirra oftar en ekki felast í því að þeir
hafa safnað saman dæmum úr frumheimildunum, t.d. af orðalagi þar sem
ást kemur fyrir.41 Margir þessara fræðimanna, svo sem Jenny Jochens og
Bjørn Bandlien, hafa komið með áhugaverðar og ögrandi túlkanir á þess-
um dæmum sem höfundur gerir stundum grein fyrir. Yfirleitt er samt nið-
urstaða höfundar sú að þar sé verið að flækja málin um of, líklegri skýring
sé sú að karlmaðurinn hafi bara verið svolítið skotinn í konunni.42
Gott dæmi um þetta er umræða um frilluhald höfðingja á Sturlungaöld.
Auður Magnúsdóttir hefur skrifað mikið um frillusambönd og telur að þau
hafi verið leið til pólitískrar tengslamyndunar, með þeim hafi höfðingjar
getað aflað sér fleiri bandamanna en þeir gátu gert með því að binda sig
bara einni konu. Gunnar andmælir þessu með þeim ágætu mótrökum að
ætterni flestra frilla í Sturlungu sé lítt eða ekki þekkt, og því ólíklegt að fjöl-
skyldur þeirra hafi verið mikilvægir bandamenn. Þess vegna sé líklegra að
ást eða girnd hafi oftar en ekki ráðið för, eða þá að höfðingjar hafi átt erf-
itt með að finna löglega eiginkonu sem ekki var of skyld þeim samkvæmt
reglum kristninnar.43 Engu að síður telur Gunnar að Íslendingasögur og
samtíðarsögur gefi raunsanna mynd af frillulífi, og að á tímabilinu 1150–
1250 hafi höfðingjar átt tvisvar til þrisvar sinnum fleiri barnsmæður og
börn en bæði á undan og eftir. Þetta tengir Gunnar við ofmetnað höfð-
ingja sem voru að þenja út veldi sitt á þessum tíma.44 Af hverju ofmetnaður
höfðingja hefði átt að gera þá helmingi ástleitnari eða þrefalt stressaðri um
að giftast óvart frænku sinni er hins vegar ekki útskýrt.
Einnig má til gamans geta að á lokasíðum kaflans um ástir samkyn-
hneigðra kollvarpar höfundur kenningu Michel Foucault, hvorki meira
né minna, og kippir fótunum undan þeim rannsóknum á kynferði sem
hafa sótt innblástur í heimspeki hans undanfarna þrjá áratugi eða svo.
Kenningin sem um ræðir er í grundvallaratriðum sú að allt þar til á 18. eða
41 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, t.d. bls. 170, 207, 212.
42 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, t.d. bls. 68–69, 97, 128–129, 158, 203,
284–285 (síðasta dæmið er ögn frábrugðið og fjallar um samkynhneigð).
43 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 259–262.
44 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 263–265.
SIGUR EðLISHYGGJUNNAR?