Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 281
280
19. öld hafi samkynhneigðir ekki verið álitnir sérstakur hópur fólks. Kynlíf
með sama kyni hafi verið eitthvað sem hver sem er gat freistast til að
stunda einhvern tímann á lífsleiðinni þó við því hafi oft legið ströng við-
urlög, en ekki lífsstíll sem viðkomandi fylgdi út ævina. Það er að sjálfsögðu
hin einstaka íslenska heimild Sturlunga sem sviptir hulunni af þessum arga
misskilningi, en í sögum hennar er tveimur karlmönnum lýst með lýsing-
arorðum sem gefa til kynna að þeir hafi stundað endaþarmsmök.
Annar þeirra, Guðmundur ríki Eyjólfsson á Möðruvöllum í Eyjafirði,
var eiginmaður og faðir sem hafði orð á sér fyrir að hrífast af ungum
karlmönnum. Það þótti löstur og eiginkona hans var móðguð í boði með
aðdróttun um að vafi léki á að Guðmundur væri „vel hugaður eða snjall-
ur“. Guðmundur fær einnig að heyra móðganir þess efnis að hann hafi
stundað endaþarmsmök í bæði Ljósvetningasögu og Ölkofra þætti.45 Hinn
karlmaðurinn sem um ræðir var Kolskeggur hinn auðgi Eiríksson í Dal
undir Eyjafjöllum, en hann var móðgaður með þessum hætti í deilu-
málum: „Heyr þar til, þú rassragur maður myndir bregða feður mínum
rangindum. Skal nú aldrei sættast.“ 46 Þessi orðaskipti álítur Gunnar að
séu sönnun þess að samkynhneigðir hafi verið álitnir sérstakur hópur á
miðöldum, þó allir í þeim hópi hafi reyndar verið karlkyns á þeim tíma.
Hann endar því kaflann á orðunum: „Það var eðli þeirra [Guðmundar og
Kolskeggs] og eiginleiki. Voru þeir þá einstæðir í Evrópusögu miðalda?
Ekki verður það kannað hér, en ólíklegt finnst mér það.“47 Ekki er útskýrt
nánar af hverju þessi tvö lýsingarorð, ekki snjallur og rassragur, hafa slíkt
úrslitavald í fræðunum, en þau nægja höfundi til að láta þennan undirkafla
heita „Eðlishyggjan sigrar“.
Almennt má segja að sá hluti bókarinnar sem fjallar um eðli ástartilfinn-
ingarinnar meðal Íslendinga að fornu sé hvorki fugl né fiskur, og fyrst og
fremst er hann ófrumlegur. Áleitnar spurningar eru hunsaðar, höfundur
er ósammála flestum sem hafa skrifað um efnið undanfarna áratugi, rök-
45 Íslensk fornrit X, Ljósvetninga saga, ritstj. Björn Sigfússon, Reykjavík: Fornritafélag,
1940, bls. 52: „Þú hafðir bratta leið og erfiða, og trautt kann ég að ætla hversu
rassinn myndi sveitast og erfitt hafa orðið í þessari ferð“ og „Nú kveð ég, rass-
inn þinn hafi áður leitað flestra lækjanna annarra, en mjólkina hygg ég hann eigi
fyrr drukkið hafa“. Íslensk fornrit XI, Austfirðingasögur, ritstj. Jón Jóhannesson,
Reykjavík: Fornritafélag, 1950, bls. 93–94: „Allmjög eru þér þá mislagðar hendur,
ef þú varðar mér Ljósavatnsskarð [...], en þú varðar það eigi hið litla skarðið sem
er í milli þjóa þér, svo að ámælislaust sé.“
46 Sturlunga I, bls. 279.
47 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga, bls. 296–297.
RaGNhilduR hólmGEiRsdóttiR