Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 284
283
Inngangur þýðanda
Í greininni „Hvað einkennir tölvuleikjagreinar? Vangaveltur um greinafræði eftir rofið mikla“,
sem upphaflega birtist árið 2011 í ritinu Reloaded … The Journal of the Canadian Game Studies
Association, tekur David Clearwater til umfjöllunar marga helstu staksteina í sögu þessarar
nýju fræðigreinar og bendir á gjöfulustu rannsóknarsviðin. Jafnframt ræðir Clearwater hvers
vegna sumum rannsóknarviðfangsefnum hefur ekki verið sinnt sem skyldi og þau í ákveðnum
tilvikum sett utangarðs af ástæðum sem einkennast síður af djúphygli en einstrengingslegri
fagurfræði og jafnvel fordómum. David Clearwater kennir við deild nýmiðla í Lethbridge
háskóla í Alberta, Kanada, og hefur þar staðið fyrir miklu uppbyggingarstarfi á leikjarann-
sóknum, ekki síst með stofnun ýmissa rannsóknarsetra á netinu, m.a. á áróðri í tölvuleikjum.
Raunar er áróður í tölvuleikjum og öðrum miðlum eitt helsta rannsóknarsvið Clearwater
ásamt greinafræðunum. Þar beinir hann athygli sinni að því hvernig bandaríski herinn tekur
t.d. þátt í framleiðslu stríðs- og fyrstu-persónu-skotleikja. En áður en lengra er haldið er
rétt að huga nánar að hugtakaramma og viðfangsefni greinarinnar í víðum skilningi, þ.e.a.s.
greinafræðunum sjálfum.
Greinafræði eru í senn ný fræði og forn. Þau hafa alla tíð verið einn mikilvægasti þáttur
textatúlkunar og umræðu um bókmenntir, líkt og rit forngríska heimspekingsins Aristótelesar
Um skáldskaparlistina (335 f. Kr.) er dæmi um. Ritgerðina hefur hann með því að ræða mik-
ilvægi þess að skilgreina „þá þætti, sem skáldverk eru ofin úr“ því þannig megi í framhaldinu
einangra eiginleika ólíkra greina.1 Eins og frægt er gerði lærifaðir Aristótelesar, Plató, sagna-
listina útlæga úr fyrirmyndarríki sínu vegna þess að hún torveldaði skynjun hins sanna, flækti
samspil frummynda og eftirlíkinga sem saman mynda hornstein í heimspeki Platós með því
að bæta nýju eftirlíkingasviði við þegar slóttugan veruleikann. Í þokkabót gaf þriðju pers-
ónu frásagnarháttur sögumönnum kost á að villa á sér heimildir og þykjast vera einhver allt
annar en raunin var.2 Það má kannski segja að Aristóteles hafi haft betur í þessari glímu, því
það var fagurfræðin sem hann kynnti í riti sínu um leiklistina sem mótaði skilning fólks um
1 Aristóteles, Um skáldskaparlistina, þýð. Kristján Árnason, Reykjavík: Hið íslenska bókmennta-
félag, 1997, bls. 45.
2 Platón, Ríkið, fyrra bindi, þýð. Eyjólfur Kjalar Emilsson og Kristján Árnason, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, bls. 159-219.
david a. Clearwater
Hvað einkennir tölvuleikjagreinar?
Vangaveltur um greinafræði eftir rofið mikla
Ritið 3/2014, bls. 283–314