Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Qupperneq 286
285
tilvistar – tilvistar sem ekki er skilyrt af ytri þáttum. Eftir öll átökin og alla sigrana vill heims-
andinn sem minnst af efnisheiminum vita.
Þótt greinahugtakið sé ávallt við það að breytast í frumskóg kallst virkni þess á við
það stig framþróunar heimsandans sem kenna má við glímuna við óreiðu efnisheims-
ins. Í tilfelli greinahugtaksins er hins vegar glímt við menningarlega óreiðu, sundur-
leysi og náin tengsl menningarafurða, frekar en náttúrulögmálin. og skynjun okkar
á umhverfinu verður skýrari með aðstoð fræðihugtaka alveg eins og nýr sjóndeildarhringur
skynjunar fylgdi tilkomu sjálfsvitundar í frásagnarfléttu Hegels.6
Líkt og heimsandi Hegels kemur smám saman böndum á skynjun sína en tekur um leið
að finna fyrir óbeit á veruleikanum sem nú er skynjaður með skýrari hætti, og leitast við að
skilja sig frá honum, vill afrekalisti greinafræðinnar í fyrstu tengjast kortlagningu ákveðins
kerfis (bókmenntakerfis, kvikmyndakerfis) eða samhengis – þessar ólíku greinar eru til á sama
tíma – en þrátt fyrir velgengni í flokkunarvinnu tekur dularfullt óþol fljótlega að gera vart við
sig, klæjandi löngun til að lýsa yfir sjálfstæði í krafti sértæks og einstaks eðlis. Að tiltaka og
skýra og gera öðrum ljóst að greinin sé öðrum greinum óháð. Um er að ræða fagurfræðilega
eðlishyggju sem jafnan kallar á miklar útskýringar og skrif og skilgreiningarflóru sem er
ætlað að sýna fram á hvernig þessi grein, þessi flokkur, stendur ekki í neinu sambandi við aðrar
greinar, aðra flokka; hún lýtur aðeins eigin lögmálum og eigin náttúru – á þessum tímapunkti
hafði heimsandi Hegels, býsna hreykinn af uppgangi sínum í veröldinni, flutt sig yfir á svið
hreinnar rökvísi, díalektíkur og hins Almenna.
Tilraunin hér að ofan til að ræða í sömu andrá heimsandann og greinahugtakið skilar
okkur ákveðnu vandamáli. Heimsanda Hegels má lesa sem upphafna og rómantíska sýn
á þróun mannsandans í tímans rás en áherslan á samband hugverunnar og efnisheimsins
sýnir engu að síður og svo ekki verður um villst að viðfang hinnar sögulegu framþróunar á í
dýnamísku sambandi við efnisheiminn. En eru greinar hluti af efnisheiminum? Eiga þær sér
sjálfstæða tilvist og bíða þess aðeins að vera uppgötvaðar af okkur? Tvennt gæti talist renna
stoðum undir þessa skoðun. Í fyrsta lagi má einfaldlega vísa til þess hversu óhugsandi það er
að ímynda sér einhvers konar upphafspunkt fyrir ákveðnar grundvallarfrásagnarformgerðir,
til dæmis þá sem staðsetur einstaklinginn í togstreitu við umheiminn. (Hér má nefna sem
dæmi hugmyndina um vísundinn sem kýs að láta ekki veiða sig eða að Gilgamesh hafnar for-
gengileikanum). Rétt eins og eldur bjó í tinnusteininum var dramatík innbyggð í efnisheim-
inn, beið bara eftir okkur. Þetta er fyrra viðhorfið. Hins vegar má einnig benda á að í sinni
áköfustu mynd kallar eðlishyggjan ávallt á mystískan kjarna sem hefur m.a. því hlutverki að
gegna að skýra hvers vegna eðli hluta er akkúrat svona en ekki öðruvísi, einhvern veginn allt
öðruvísi. Þangað eiga eigindin sem eðlishyggjan samanstendur af rætur að rekja. Umfjöllun
Béla Balázs um fagurfræðilegan kjarna kvikmyndalistarinnar í Der sichtbare Mensch (Hinn
sýnilegi maður, 1923) er dæmi um hugsunarhátt af þessu tagi: „Kvikmyndavélin er vél sem
skapar á sinn hátt lifandi og áþreifanlega alþjóðamenningu: Hina einstöku og sameiginlegu
sál hvíta mannsins.“7 Hin einstaka og sameiginlega sál var ávallt til staðar, við þurftum hins
vegar að bíða eftir tökuvélinni til að leysa hana úr læðingi.
Alvarlegir röklegir gallar eru þó á báðum þessum viðhorfum. Veröldin er snauð merk-
ingu, að þeirri merkingu undanskilinni sem við ljáum henni. og sagan hefur afbyggt Balázs.
Samkvæmt þessu má því ætla að greinar séu einfaldlega hugverk mannsins, sköpunarverk sem
6 Mun nákvæmari útlistun er að finna í Kristján Árnason, „Mótsögn og miðlun – Inngangur að
heimspeki Hegels“, Hið fagra er satt, ritstj. Þorsteinn Þorsteinsson, Reykjavík: Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Íslands, 2004, bls. 61–81.
7 Béla Balázs, „Hinn sýnilegi maður“, þýð. Vera Júlíusdóttir, Áfangar í kvikmyndafræði, ritstj.
Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið, 2003, bls. 33–37, hér bls. 37.
HVAð EINKENNIR TöLVULEIKJAGREINAR?