Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 287
286
ólíkt sköpunarverkunum sem flokkuð eru hefur yfir sér vísindalegt yfirbragð. En það er þó
einungis yfirbragð, í grunninn er um leik að ræða. Þekkingarfræði sem svipar til dæmisög-
unnar sem Nietzsche segir af vísindamanninum sem gefur sér ákveðnar forsendur og ákveður
að allt sem uppfylli þessar forsendur skuli héðan í frá bera ákveðið nafn. Spendýr til dæmis,
ef það uppfyllir handahófskennt sett af fjórum, sex eða níu forkröfum. Nietzsche hefur ekki
mikið álit á mikilvægi þeirrar þekkingar sem er sköpuð með þessum hætti. Myndlíkingin sem
hann notar er af manni (vísindamanni) sem stendur hugsi með grjóthnullung í annarri hendi.
Fígúra þessi arkar svo skyndilega ákveðin í fasi að næsta runna og felur þar grjótið innan um
greinarnar og laufblöðin. Síðan stígur hann nokkur skref til baka, snýr sér í hring og fer að
leita að steininum.8
Hann finnur grjóthnullunginn en afrekið er takmarkað. Gott og vel. Það er þó engin
ástæða til að örvænta. „Heimatilbúin“ þekking af þessu tagi kann að búa yfir meira gagni en
Nietzsche vildi vera að láta. Við skulum heldur ekki láta það ósagt að væntanlega er mjög
gagnlegt að gera greinarmun á ólíkum dýrategundum að borð við skriðdýr og spendýr. Ef
aðferðin virkar sem við finnum upp þar sem við stöndum í rjóðrinu með grjóthnullung í
hægri þá vitum við þegar upp er staðið meira en í upphafi. Að einkennin fjögur, sex eða níu
séu handahófskennd – að spendýr hafi til að bera þúsund einkenni sem við gætum allt eins
tilgreint í stað þessara fjögurra, sex eða níu sem við völdum – skiptir ekki máli, að minnsta
kosti ekki ef við erum að hugsa um túlkunarvísindi og greinafræði.
Greinafræði grundvallast á þeirri hugmynd að ávallt sé hægt að ljá hinu merkingarlausa
afgerandi merkingu. Ráðurinn sem skilgreinir texta sem annað hvort smásögu, nóvellu og
skáldsögu, svo dæmi sé nefnt, er blaðsíðufjöldi, ótilgreindur að vísu – viðmiðunarform nóvell-
unnar er ekki varðveitt í bankahólfi í París eins og metrinn – og handahófskenndara viðmið
þegar að bókmenntum kemur en að skella verkinu á kílóavigt er vart hægt að ímynda sér.
En í raun skiptir þetta ekki máli. Gagnsemi hugtaka er á sviði hugtaka, veruleikinn þarf
hvergi að koma nærri. Kúrekamynd er kúrekamynd alveg þangað til að drekinn kemur – en
eins og allir vita birtast drekar bara í fantasíum. Þá er vestrinn orðinn fantasía en það á eig-
inlega varla við, ja, nema við séum að ræða um Gunslinger-bókaröð Stephen Kings. Eða,
stöldrum aðeins við, kannski átti ákveðin greinasamblöndun sér stað, ekki árekstur heldur
samsláttur eða sambræðingur; eitthvað sem er ekki ómerkara en svo að bókmenntafræðingar
þeir sem auðveldlega teljast meðal þeirra knáustu sem fram komu á 20. öldinni – rússnesku
formalistarnir – litu á þennan hlut, framandgervingu hefðbundinna bókmenntagreina (dreka-
kúrekamyndin eða drekakúrekabókin) sem aflvaka og drifkraft breytiþróunar bókmennta í
gegnum tíðina – og annarra listforma myndu þeir án efa flýta sér að bæta við nú á tuttugu og
fyrstu öldinni.9
Greinar eru aldrei „hreinar“ heldur, eins og Guðni Elísson bendir á, ávallt blandaðar
og margræðar.10 Aðalatriðið er að lesandi kemur aldrei að bók í tómarúmi (ef það er prósi
hefur blaðsíðufjöldinn til að mynda þegar gefið vísbendingu um það hvort þarna sé smásaga
eða skáldsaga á ferð). Grein er í þessum skilningi, svo vitnað sé á nýjan leik í Guðna, „við-
miðunarrammi sem neytandinn gengur út frá í túlkun sinni á textanum“ – sem er einmitt
8 Friedrich Nietzsche, „Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi“, þýð. Magnús Diðrik
Baldursson og Sigríður Þorgeirsdóttir, Skírnir, 1/1993, bls. 15–33.
9 Sjá hér Jurij Tynjanov, „on Literary Evolution“, Twentieth Century Literary Theory. An
Introductory Anthology, ritstj. Vassilis Lambropoulos og David Neal Miller, Albany: State
University of New York Press, 1987, bls. 152–162.
10 Guðni Elísson, ,,Í frumskógi greinanna: Kostir og vandamál greinafræðinnar”, Kvikmynda-
greinar, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006, bls. 9-45, hér bls. 24.
daVid a. ClEaRwatER