Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 290
289
lesa meðan ekkert bendi til að jafnmargir hafni leikjum eða finnist þeir leiðinlegir sýnir að
mati Myers að leikjahvötin sé manninum eðlislæg.22
Í riti sínu um tölvuleikjamenningarkima hallast Jon Dovey og Helen Kennedy einnig að
gagnsemi þess að halda spilunarhugtakinu aðskildu frá frásagnarhugtakinu og vilja í raun ráð-
ast í endurskoðun á grunnforsendum frásagnarhugtaksins. Að þeirra mati byggir frásagnar-
hugtakið á rökvísi eftirlíkingarinnar, vísað er til hugtaksins „mimesis“ í þessu samhengi, og að
mati höfunda birtist virkni þess sem vélrænn samsláttur þessarar táknmyndar við þetta tákn-
mið í þessum raunheimi.23 Þrátt fyrir að fátt hafi einkennt þróun tölvuleikja undanfarna þrjá
áratugi umfram bersýnilega þrá eftir betri og raunsærri grafík álíta þau að formgerð tölvu-
leikja lúti öðrum lögmálum en rökvísi eftirlíkingarinnar, þar sé ekki um veruleikaeftirlíkingu
að ræða heldur hermilíki (e. simulation) sem „grundvallast á dýnamísku regluföstu kerfi sem
á margt sameiginlegt með sjálfu leikjahugtakinu sem þá er skilið sem safn af reglum.“24
Ekki er hlaupið að því að ráða í þessa skilgreiningu utan við tiltölulega skýra yfirlýs-
ingu þess efnis að þau séu höll undir sjónarmið spilunarsinna („safn af reglum“), en það
hversu „dýnamískt“ hið reglubundna kerfi er skilur það væntanlega frá „vélræna“ táknkerf-
inu. Hugsanlega eiga Dovey og Kennedy jafnframt við að framsetning söguheimsins lúti
ákveðnum reglum og lögmálum rétt eins og spilunin, grafíkin breytist til dæmis og „bregð-
ist við“ hegðun spilara. Þó er ekki allt með felldu þegar að þessum málflutningi kemur.
Óþarft er í raun að gera meira en að fletta með handahófskenndum hætti málbundnu tákni
upp í orðabók til að afsanna þá vélrænu samsömun táknmyndar og táknmiðs sem Devy og
Kennedy ganga út frá sem vísri.25 og þótt það sé ekki aðalatriði í þessu samhengi þá er rétt að
halda því til haga að brautryðjandi táknfræðinnar, Ferdinand de Saussure, grundvallaði merk-
ingarvirkni táknkerfa og almenn lögmál táknfræðinnar á fullkomnu og algjöru rofi táknsins
frá „þessum raunheimi“.26
Hitt er forvitnilegra að Dovey og Kennedy hrífast svo mjög af sjálfbæru regluvirki (form-
gerð) tölvuleikja að þau bera það saman við tölvulíkön þau sem vísindamenn nota til að spá
fyrir um þróun og framtíðarbreytingar gríðarlega flókinna skipulagsheilda; vistkerfis jarðar
svo dæmi sé nefnt. Spádómsferlið fer þannig fram að forrit er matað á ákveðnum forsend-
um, oft gríðarlega umfangsmiklum og flóknum, og svo er kerfislíkanið látið rúlla þar til
niðurstöður fást. Að tölvuiðja þessi sé dæmi sem höfundar kjósa að nota til að varpa ljósi á
gagnvirkni tölvuleikjaformgerða er sérkennilegt því kerfi þetta býður ekki upp á vott af því
22 Aðgengi að menntun er ekki rætt í þessu samhengi.
23 Á ensku eru samheiti „mimesis“ meðal annars „imitation“, „mirroring“, „reproduction“,
„reflection“ og „semblence“ en hugtakið á rætur að rekja til forngrísku og notaði Aristóteles
það meðal annars til að lýsa veruleikaáhrifum leikverka í riti sínu Um skáldskaparlistina.
Undirtitill hins þekkta verks Erichs Auerbach, Mimesis (1946), „Framsetning veruleikans í
vestrænum bókmenntum“ (skáletrun okkar) er hins vegar lýsandi fyrir samtímalegan skilning
á hugtakinu. Bók Auerbachs kom út í íslenskri þýðingu á vegum Bókmenntafræðistofnunar
Háskóla Íslands árið 2008. Aðalþýðandi er Gauti Kristmannsson.
24 John Dovey og Helen W. Kennedy, Game Cultures. Computer Games as New Media, Berkshire:
open University Press, 2006, bls. 11.
25 orðið „tré“ er skilgreint svo í Íslenskri orðabók: „tré trés, tré (ef.ft. trjáa) HK 1 (stórvaxin) fjölær
planta sem bætir árlega við árhring úr viði (venjulega með einn heilan stofn) – skógartré /
birkitré / tré skal frá toppi saga en frá rót rífa / sjá ekki skóginn fyrir trjá(nu)m sjá ekki aðal-
atriði máls vegna smáatriða eða aukaatriða. 2 planki, biti, bjálki 3 siglutré, mastur 4 gálgi,
kross 5 timbur, efni trjáa.“ Ekki verður betur séð en að táknmiðið umbreytist í nýja táknmynd
strax í öðrum lið.
26 Ferdinand de Saussure, Course in General Linguistics, þýð. Roy Harris, Chicago: open Court,
1998.
HVAð EINKENNIR TöLVULEIKJAGREINAR?