Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 293
292
Greinafræði og eðli tölvuleikja
Eftir Mark J.F. Wolf og meðhöfunda liggur ein hin fyrsta og umfangs-
mesta fræðilega úttekt sem gerð hefur verið á greinum innan leikjafræði.5
Wolf byrjar á að draga upp mynd af þróun greinafræðanna innan ann-
arra fræðigreina, einkum innan kvikmyndafræði. Eftir að hafa fjallað um
mikilvægi íkonískra, frásagnarlegra, þematískra og menningarsögulegra
nálgunarleiða í greinaskilgreiningum í kvikmyndafræði, finnur hann sig
tilneyddan til að viðurkenna að aðferðir sem þessar hafi takmarkað gildi
þegar að tölvuleikjagreinum kemur „vegna hinnar beinu og virku þátttöku
áhorfenda í gegnum spilunarpersónu sem athafnar sig með virkum hætti
innan söguheims tölvuleiksins, og tekur þar með einnig þátt í grundvall-
arátökum leikjafrásagnarinnar.“6 Þær fræðilegu forsendur sem Wolf gefur
sér birtast skýrast í umfjöllun hans um íkonógrafíu:
Enda þótt skilgreina megi suma tölvuleiki á sambærilegan hátt og
kvikmyndir (við getum sagt til dæmis að Outlaw (1978) sé vestri,
Space Invaders (1978) vísindaskáldskapur, og Combat (1977) stríðs-
leikur), þá leiðir íkonógrafísk tegundaflokkun hjá sér ýmsa grund-
vallarþætti sem leikirnir eiga sameiginlega sem og atriði er greina
þá í sundur þegar að reynslu spilara kemur. Outlaw og Combat bera
til dæmis svip hvor af öðrum og báðir eru þeir árleikir fyrir Atari
2600.7 Í báðum leikjunum skjóta spilararnir hvor á annan og hreyfa
sig um á einum afmörkuðum skjáramma sem engum breytingum
tekur en er hins vegar stráður ýmiss konar hindrunum sem torvelda
hreyfigetu og umsvif spilara. Í öðrum leiknum er um að ræða kúreka
en skriðdreka í hinum.8
Eins og við komum til með að sjá þá hefur tilhneigingin til að upphefja
iðju spilara (eða svokallaða „leikreynslu“ eða „gagnvirkni“) umfram alla
5 M.J.F. Wolf, Ralph H. Baer, Steven Kent, Rochelle Slovin, Charles Bernstein, Brian
L. Johnson, Rebecca R. Tews og Keith Feinstein, The Medium of the Video Game,
ritstj. J. Wolf, Austin: University of Texas Press, 2001.
6 Wolf, et. al., The Medium of the Video Game, bls. 114.
7 [Þýð.: „Árleikir“ er þýðing á „early games“ og notast ég þar við sömu rökvísi og
þegar ég þýði kvikmyndafræðilega hugtakið „early cinema“ sem „árbíó“. Atari
2600 er heimilisleikjatölva sem kom á markaðinn árið 1977 og festi bæði Atari í
sessi sem leiðandi á sviði tölvu- og leikjaframleiðslu og heimilisleikjatölvur sem
vænlegan kost fyrir heimilið. Þá voru leikjahylkin einnig kynnt til sögunnar með
þessari tölvu.]
8 Wolf, et. al., The Medium of the Video Game, bls. 115.
daVid a. ClEaRwatER