Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 296
295
HVAð EINKENNIR TöLVULEIKJAGREINAR?
unarsinna að ekkert sé mikilvægara en spilun þegar að leikjagreiningu
kemur. Ef við á hinn bóginn veltum fyrir okkur hvers eðlis dæmin eru
sem notast er við, en öll eiga þau það sameiginlegt að vera afar óhlutrænir
leikir með einföldum reglum, blasir við að þau eru hvert öðru lík á sama
tíma og þau eru mjög ólík öðrum leikjategundum, sérstaklega tölvuleikj-
um sem búnir hafa verið til á undanförnum tíu árum eða svo. Er hægt að
grundvalla heildstæðar teóretískar kenningar á jafn þröngu textasafni og
um ræðir, textasafni sem einskorðast við fyrstu heimilisleikjatölvurnar og
nær óhlutbundna leiki eins og skák? Væri jafn auðvelt að gengisfella eða
leiða alfarið hjá sér þætti á borð við þemu eða sögu ef við tækjum nýrri
leiki með í reikninginn? Frá aðferðafræðilegu sjónarhorni er nauðsynlegt
að gaumgæfa sambærileg en nýlegri dæmi.
Gun (2005) og America’s Army: True Soldiers (2007) svipar um margt
til leikjanna sem Wolf notaði sem dæmi, ekki síst hvað varðar mikilvægi
þess að vera duglegur að skjóta. En söguheimur þessara leikja er jafnframt
ólíkur; þeir gerast á ólíkum tímabilum og þemun eru ólík. Gun er einn af
fáum skotleikjum sem gerast í villta vestrinu, framvindan snýst um harð-
neskjulega hefndarsögu og leikjaspilunin er ofbeldisfull eftir því (raunar
eru blóðsúthellingarnar helst til miklar og umbreytast í sjónarspil). Þetta
er frásagnarknúinn, þriðju-persónu skotleikur og áhersla er lögð á sögu-
hliðina, leikraddir, vopnaúrval og spilunarmöguleika. America’s Army: True
Soldiers er hins vegar nýjasta útspilið í almannatengsla- og áróðursherferð
bandaríska hersins sem hér leitast ákaft við að ganga í augun á ungu fólki (í
þetta sinn eru leyfishafarnir Ubisoft og Red Storm Entertainment). Boðið
er upp á einstaklingsspilun og hópspilun, ferilsuppbyggingu (sem skír-
skotar til hlutverkaleikja), og sérstök áhersla er lögð á herkænsku og sam-
vinnu. Þar sem leikurinn er kynntur sem þjálfunar- og herskráningartæki
gefur auga leið að mikið er lagt upp úr raunsæi og sá hluti sem snýr að
grunnþjálfun er mjög líkur upphaflega PC leiknum. Vopn, hlutverk her-
deilda, skipulagsaðgerðir, átakareglur og samskiptareglur innan hersins,
allt á þetta að vera eins og í raunveruleikanum – bara það að miða vopni er
erfitt – og ýtt er undir innlifun leikmanns með fyrstu persónu sjónarhorni.
ofbeldi og blóðsúthellingum er haldið mjög í hófi í ljósi þess að um kynn-
ingar- og auglýsingatæki er að ræða sem ætlað er að tendra herskráningar-
áhuga unga fólksins, en nokkuð ljóst má þykja að leikjum á borð við þenn-
an er beint markvisst að unglingum (myndir 3–8).