Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 299
298
Ég vil samt vera eins skýr og mér er mögulegt: Ég er ekki að halda því
fram að frásögn, sviðsetning eða eðlisþættir framsetningarinnar (íkonó-
grafía, ef við viljum smætta umræðuefnið) séu mikilvægari en leikjaspilun-
in. Það getur verið gagnlegt undir tilteknum kringumstæðum þegar verið
er að greina tölvuleiki að afmarka spilunina – það er að segja, að sundur-
greina leik þannig að einstakar byggingareiningar séu sjáanlegar og þannig
öðlast dýpri skilning á leiknum í heild – en við megum ekki gleyma því að
slík aðgerð er algjörlega huglæg, hún á sér ekki hliðstæðu í veruleikanum.
Þótt ekki sé horft lengra en til dæmanna sem notuð eru hér að framan má
þykja ljóst að spilunin er ávallt samtengd öðrum þáttum (sviðsetningunni,
sögunni, persónunum, þemum, andrúmsloftinu, o.s.frv.) og þannig skapast
leikupplifun sem er áhrifameiri en einingarnar gefa til kynna einar og sér.
Þetta skýrist ef við gaumgæfum annað dæmi.
JFK Reloaded var gefinn út árið 2004. Formlega er um fyrstu persónu
skotleik að ræða þar sem leikmaður vopnaður riffli tekur sér stöðu inni í
byggingu og horfir út yfir nákvæma eftirlíkingu af Dealey Plaza í Dallas,
Texas árið 1963. Um er að ræða hermileik þar sem fyrirmyndin er laun-
morðið á John F. Kennedy og markmiðið er að endurskapa skotárásina
nákvæmlega eins og henni er lýst í skýrslu Warren-nefndarinnar. Raunar
má segja að pólitísk undiralda móti leikinn því ætlunin er að beina athygli
að skýrslu nefndarinnar og nota hermilíkisveröld leiksins til að sviðsetja hið
endanlega próf um réttmæti niðurstöðu skýrslunnar. Deilurnar og umræð-
an sem leikurinn kveikti eru vísbending um hversu flókin merkingar sköpun
leiksins reyndist vera en þó einkum textatengslin. Það er einmitt ofgnótt
merkingar og textatengsla sem aðgreina leikinn frá öðrum fyrstu persónu
skotleikjum. Enn á ný er það heildarmynd leiksins – spilunin, reglurnar,
viðfangsefnið, sviðsetningin, o.s.frv. – sem saman mynda leikjareynsluna,
ekki einstakir, aðgreinanlegir þættir eða spilunin í tómarúmi.
Það sem JFK Reloaded sýnir jafnframt fram á er nauðsyn þess að láta ekki
staðar numið í formrænni greiningu heldur halda áfram veginn og taka með
í reikninginn mikilvægi félagslegs og sögulegs samhengis þegar einstakir
leikir eru teknir til nákvæmrar umfjöllunar. Þetta á ekki síst við þegar heilu
greinarnar eru undir. Það er einmitt sögulega samhengið sem ég vil nota til
að fjalla nánar um sundurliðun Wolfs á ólíkum leikjagreinum. Wolf lætur
lista í stafrófsröð fylgja með sem telur fjörutíu og tvær greinar (þar með
talið óhlutbundna leiki, aðlaganir, ævintýri, gervilíf, borðspil, hertökuleiki,
leiki með spilum, föngunarleiki, eltingarleiki, söfnunarleiki, bardagaleiki
daVid a. ClEaRwatER