Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 301
300
Að vaxa eða visna:
Þögnin um greinafræði innan leikjafræðinnar
Greinahugtakið hefur verið í hægfara en stöðugri þróun innan leikjafræð-
innar. Í yfirlitsriti sínu um sviðið fjallar James Newman (2004) allítarlega
um flokkunaraðferðir og ólíkar leikjagreinar. Newman minnist sérstak-
lega á sjö almennar flokkunaraðferðir sem eru samkvæmt honum gjarnan
notaðar í leikjadómum innan bransans og telur jafnframt að greina megi
áhrif þessara flokka í akademískum rannsóknum – en þar geri þeir ein-
staka sinnum vart við sig með eilítið afkáralegum hætti. Í doktorsritgerð
sinni ver Aki Jarvinen heilum kafla í umræðu um greinafræði.18 Allnokkru
fyrr hafði leikjahönnuðurinn Chris Crawford sett fram flokkunarkerfi sem
svipar til greinafræða í hinni útbreiddu bók The Art of Computer Game
Design (1984), en eins og Jarvinen minnist á annars staðar þá hefur kerfið
sem Crawford og Newman kynntu til sögunnar ekki notið mikils braut-
argengis, hvorki meðal leikjaframleiðenda né fræðimanna.19
Mark J. Wolf hefur skapað metnaðarfullt og umfangsmikið flokk-
unarkerfi en eins og rakið er hér að ofan beinist það einkum að leikjum
í tvívídd. En á meðan það er ekki óvanalegt að rekast á umræður um til-
teknar leikjagreinar í fjölmiðlum eða á samskiptavettvangi leikjaáhugafólks
þá heyrir slíkt enn til undantekninga innan fræðasamfélagsins þar sem
algengara er að fjallað sé um efnið á almennum nótum – greinahugtakið
frekar en tilteknar greinar. Stundum er kvartað yfir þessu, og það kröft-
uglega. Skrif Newmans eru dæmi um það. Sú tilfinning gerir vissulega vart
við sig innan leikjafræða að greinafræðin hafi ekki vaxið og dafnað sem
skyldi. En mikilvæg teórísk skref hafa verið stigin, engu að síður.
Zach Whalen hefur ritað áhugaverða grein þar sem stóreflisfjölspilara-
leikir (e. massively multiplayer games)20 eru ræddir í sömu andrá og hugað
18 A. Jarvinen, Games Without Frontiers: Theories and Methods for Game Studies and Design,
doktorsritgerð við Háskólann í Tampere, 2008;, „Halo and the Anatomy of the FPS“,
Game Studies, 1/2002, efnisgr. 6, sótt af ttp://www.gamestudies.org/0102/jarvinen/.
19 Chris Crawford, The Art of Computer Game Design, Berkeley: osborne, McGraw
Hill, 1984.
20 [Þýð.: Stóreflisfjölspilaraleikir (e. MMO/MMOG) eru leikir sem spilaðir eru á
netinu og gríðarlegur fjöldi leikmanna getur verið að spila innan sama söguheims
enda þótt leiðir þeirra þurfi aldrei að liggja saman. Á hinn bóginn er ekki sjaldgæft
að leikmenn kynnist í söguheiminum og myndi saman vígahóp sem saman herjar
á aðra og leysir þrautir leiksins. Ultima Online (1997) er einn af fyrstu leikjunum af
þessu tagi og íslenski leikurinn Eve Online (2003) tilheyrir þessari grein sömuleiðis
og hefur slegið í gegn á heimsvísu.]
daVid a. ClEaRwatER