Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 308
307
bætir mikilvægri sögulegri vídd við greinafræðin, einkum og sér í lagi þegar
greinar eiga í hlut sem notið hafa vinsælda um langt skeið.
William Huber hefur verið óhræddur við að gagnrýna þröngsýna form-
alíska fagurfræði spilunarsinna og einstrengingslega hugmyndafræði þeirra
sem hann telur að loki forvitnilegum greiningarleiðum. Í stað þess að feta
í fótspor þeirra kallar Huber eftir opinni nálgun sem engu að síður er
öguð og meðvituð um sértækar kröfur miðilsins. Greining hans á japanska
leiknum Ka (Herra moskítófluga í Bandaríkjunum) er sýnidæmi um það
hvernig þematísk nálgun á greinahugtakið er nauðsynleg ætli maður að
gera ákveðnum leikjum þau skil sem þeir verðskulda. Á örlítið var færnari
hátt en með svipuðum áherslum hefur Thomas Apperley fært rök fyrir
því að ef spilunarsjónarmið eru látin ráða ferðinni og túlkuð bókstaflega
reynist þau afskaplega takmarkandi og sigli að lokum undan tekningarlaust
í strand. Nauðsynlegt sé þá í framhaldinu að bæta upp takmarkanir, eyður
og blindbletti með því að nýta sér aðferðir frásagnarfræðinnar eða sam-
tímalega rökvísi endurmiðlunar.38 39
Sjálfur myndi ég bæta við að það yrði gæfuskref fyrir leikjafræðin ef þau
myndu umfaðma teóretískar og aðferðafræðilegar nálgunarleiðir sem þró-
aðar hafa verið á öðrum fræðasviðum, einkum á þeim sviðum sem beina
sjónum að tæknilegum nútímamiðlum og menningartjáningu á borð við
kvikmynda- og sjónvarpsfræði. Að sjálfsögðu er ríkur strengur í þessum
fræðum sem einblínir á lögmál, tæknilegan ramma og miðlunarmögu-
leika eigin listmiðils og slíkar rannsóknir koma ekki til með að gagnast
okkur verulega, að minnsta kosti ekki nema að undangenginni aðlögun og
38 T.H. Apperley, „Genre and Game Studies: Toward a Critical Approach to Video
Game Genres“, Simulation and Gaming, 1/2006, bls. 6–23. Sú ríka tilhneiging sem
greinanleg er í leikjasamfélaginu að skoða Halo: Combat Evolved eða Grand Theft
Auto III sem upphafspunkt, aflvaka og rót eigin sértæku leikjagreinar er dæmi sem
kemur strax upp í hugann.
39 [Þýð.: Enska hugtakið sem hér er stuðst við er „remediation“ sem fangar í senn þá
umbreytingu sem varð á miðlun menningarafurða með stafrænu byltingunni sem
og ákveðinn gagnrýnisbrodd í garð frumleikahugtaksins; innan orðræðu endur-
miðlunar er endurnýtingu, endurvinnslu og notkun á fundnum hlutum, efni sem
fallið er úr höfundarrétti o.s.frv. fagnað, og þar með jafnframt bent á að hversu
miklu leyti öll rökvísi hins alþjóðlega menningariðnaðar á tuttugustu og fyrstu öld-
inni snýst um endurmiðlun, hvort sem um er að ræða bein sömpl eða „sánd“ (hér:
samlegðaráhrif ólíkra hljóða, framleiðsluinngrips og tæknilegrar endursköpunar
sem saman (og ásamt fleiri hlutum) skapa „tilfinningu“ fyrir heildstæðu „sándi“.
Helsta ritið sem um þetta fjallar er Remediation: Understanding New Media eftir Jay
David Bolter og Richard Grusin (Cambridge: The MIT Press, 2000).
HVAð EINKENNIR TöLVULEIKJAGREINAR?