Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 311
310
Spurninguna mætti umorða sem svo að málið snúist um það hvort greinar
séu til „þarna úti einhvers staðar“ eða hvort þær séu einfaldlega félagslegur
tilbúningur sem hvergi fyrirfinnst nema í hugarferlum og kytrum and-
ans hjá höfundum, útgefendum, hönnuðum, sölumönnum, aðdáendum og
fræðimönnum? Þetta er mikilvæg spurning vegna þess að sú merking sem
við ljáum sjálfu greinahugtakinu hefur afgerandi áhrif á það hvernig við
berum okkur að þegar við rannsökum og skilgreinum einstakar greinar.
Ég held að það sé óhætt að fullyrða að greinar fyrirfinnist ekki í raun-
heiminum.42 Þess vegna verðum við að tileinka okkur þann hugsunarhátt
að greinar séu hugræn líkön eða verkfæri. Notkun á greinahugtakinu gefur
til kynna meðvitund um að tiltekin svið mannlegrar tjáningar birti ákveðin
mynstur, hneigðir og leiðarvísa og að þessi mynstur, hneigðir og leið-
arvísar kunni að tengjast miðlinum, fagurfræði, hugmyndafræði, efnahags-
legum þáttum, atburðum líðandi stundar, mannkynssögunni, menntun og
fjölmörgum öðrum sviðum mannlegra samskipta og hegðunar. Umorða
má þessa hugsun sem svo að grein – eða sá gjörningur að flokka – sé ekki
markmið í sjálfu sér heldur sé hér um að ræða ákveðinn ramma sem gerir
okkur kleift að öðlast dýpri skilning á einstökum leikjatitli sem er hluti af
grein og hinu stóra félagslega umhverfi sem hýsir þennan tiltekna leik.
Huber hefur réttilega bent á að
[t]ilgangur þess að gaumgæfa greinarhugtakið […] er þegar öllu er
á botninn hvolft ekki hluti af flokkunarfræðilegu verkefni. Það er
aðferð til að ramma umræður um hvernig tiltekinn leikur sem texti
kallar ávallt fram ákveðna merkingu í viðtökuferlinu sem jafnframt
er gagnvirkt [og tilraun] til að finna sögulega samhengið sem ligg-
ur að baki tilteknu myndmáli og opnar þannig möguleikann á að
42 Slíkt fæli í raun í sér það sama og að ruglast á huglægum ímyndum og hugrænum
ferlum og rannsóknarviðfanginu. Eða að viðkomandi sé undir áhrifum þeirrar
hugmyndar að formrænir eiginleikar endurspegli stærri og ósýnileg eðlislög-
mál. Umræðan um greinar á nýöld horfði mjög aftur til Aristótelesar og sígildrar
forngrískrar menningar en yfirsást um leið að fornmenningin mótaði sér flokk-
unarfræðileg gildi út frá þeirri óumdeildu sannfæringu að guðleg eða alheimsleg
formgerð væri eins konar undirbygging efnisheimsins. Flokkunarkerfi sem fundið
var upp innan slíks þekkingarramma var öllu jafnan sannkölluð völundarsmíð, allt
passaði, eða átti að passa. Á undanförnum fimmtíu árum hefur slík „lífeðlisleg“
aðferðafræði verið gagnrýnd harðlega. Sjá hér R. Cohen, „History and Genre“,
New Literary History, 2/1986, bls. 203–218; D. Chandler, An introduction to genre
theory, 1997.
daVid a. ClEaRwatER