Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 313
312
Í víðara samhengi er jafnframt sennilegt að auðveldara sé að grafast fyrir
um hið rétta varðandi sögu miðilsins og gera slíkri sögu skil ef tillit er tekið
til vaxtar, stöðnunar, frumkvöðlastarfs og tískubylgnanna sem mótað hafa
ólíkar leikjagreinar.
Jafnvel þótt greinafræði sé í nokkuð stöðugri þróun innan leikjafræð-
anna hafa engin risastökk verið tekin og þolinmæði því nauðsynleg. Hér
getur verið gott að hafa í huga að greinafræði hafa reynst aflvaki gríðar-
legra afkasta og þekkingarlegra framfara innan annarra fræðasviða. Það
er einmitt í þessu samhengi sem mig langar til að reifa stuttlega nokkrar
af þeim knýjandi spurningum og stórstígu framförum sem eiga sér stað
innan annarra fræðigreina og myndu vera sannkölluð búbót fyrir greina-
fræðin.
Ein af þeim fyrstu snýr að orðfæri og fagorðum. Fjöldinn allur af hug-
tökum vill tengjast tiltekinni leikjagrein og undirflokkum hennar, og í
fyrstu kann hugtakaskógurinn að virðast æði ruglingslegur. oftar en ekki
leiðir þetta til þess að efasemdarraddir byrja að heyrast, raddir sem draga
í efa gildi og gagnsemi þessara hugtaka og – þegar dýpst er tekið í árinni
– er jafnvel leitast við að bera brigður á gagnsemi sjálfs greinahugtaksins
og flokkunarferlunum sem því fylgja. Það hentar ágætlega að notast við
tvívíddar skotleikinn sem dæmi hér (Space Invaders er oft álitinn brautryðj-
andi þessarar greinar) því sá aragrúi af leikjum sem með einum eða öðrum
hætti fellur undir það hugtak er löngu búinn að sprengja utan af sér alla
mælanlega kvarða. En það er einmitt þessi mikli fjöldi leikja sem hefur
kallað fram fjölbreytilega hugtakaflóru þar sem hin ólíku hugtök eru öll
notuð til að skilgreina einhvers konar undirgrein hins tvívíða skotleiks:
„Dritum þá í spað“ (e. shoot ‘em-up), „dráþá“ (e. shmups), SL, (stytting fyrir
„Shooting Game“ á ensku), „gerviþrívíddar skotleikur“ (e. 2.5D shooter),
„hreyfingarleysis skotleikur“ (e. fixed shooter), „sporgöngu-skotleikur“ (e.
rail shooter), „pípu skotleikur“ (e. tube shooter), „dúllum þá í spað “ (e. cute
’em-up), „kúlnavíti“ (e. bullet hell), danmaku, „skotbrjál“ (e. manic shooter),
o.s.frv. (myndir 10–19).
öll lýsa þessi hugtök almennri gerð tölvuleiks eða sérstakri undirgrein
og sum fela jafnframt í sér sérstaka staðar- eða tímatengingu meðan önnur
vísa til sérstaks neytendahóps. Takið líka eftir því hvernig misræmis virð-
ist gæta milli sumra hugtakanna. „Dúllum þá í spað“ vísar til að mynda til
leikja sem oftast nota mjög skæra liti og „dúllulega“ karaktera. Hugtakið
„sporgöngu-skotleikur“ lýsir spilunaraðferð sem var mjög tengd tækni-
daVid a. ClEaRwatER