Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 321
320
Mittell hafnar hvorki formrænum né fagurfræðilegum greiningarleiðum en
hann rökstyður hins vegar þá skoðun að nauðsynlegt sé fyrir okkur að bæta
menningarlegu, efnahagslegu og jafnvel pólitísku samhengi við áhersluna
á textann sem slíkan, og þannig séum við á gjöfulustu miðum sem bjóðast
heildstæðum greinafræðilegum rannsóknum. Þetta þýðir að við þurfum
að líta í kringum okkur og jafnvel snúa höfðinu í margar áttir: Inn í rann-
sóknina er nauðsynlegt að samflétta áhorfendur/neytendur, pólitískt og
lagalegt stofnanaumhverfi, iðnaðar- og markaðslegar venjur, o.s.frv.54
Spurningin um áhorfendur/neytendur er mikilvæg svo dæmi sé nefnt,
jafnvel í tilviki formrænnar eða fagurfræðilegrar greiningar. Ein af ráðgát-
unum við „lífsbaráttu/hryllingsleikja“-greinina er að stór hluti leikjanna
sem fyrstir riðu á vaðið nýttu stjórnunarmöguleika fjarstýringarinnar afar
illa og útkoman varð klunnaleg og óþægileg. Í flestum öðrum leikjagrein-
um, kappakstursleikjum til dæmis eða pallaleikjum, er krafa gerð um skil-
virk stjórntæki sem bregðast við minnstu þreifingum spilara, jafnvel hálf-
ómeðvituðum óskum hans, en í leikjum á borð við Fatal Frame, Resident
Evil eða Silent Hill-röðina þarf spilarinn hvað eftir annað að glíma við
hægvirka og ómarkvissa þætti í fari hetjunnar sem tengjast sambandi sögu-
heims og stjórntækis.55 En það sem gjarnan er afskrifað sem vond hönnun
eða misheppnuð gagnvirkni af aðilum sem ekki tilheyra aðdáendasam-
félaginu, er gjarnan túlkað sem lykilþáttur í reynsluheimi spilarans. Frá
sjónarhorni greinafræðinnar er mikilvægt að taka viðhorf og gildiskerfi
raunverulegra spilara með í reikninginn og þannig má fá vísbendingu um
væntanlegar viðtökur formrænna þátta – og það sem meira er, slíkar við-
tökur kunna að vera mjög ólíkar viðhorfi þeirra sem hrifnir eru af öðrum
greinum.
54 Robert Kapsis, „Hollywood Genres and the Production of Culture Perspective“,
Current Research in Film: Audiences, Economics and the Law. 5. bindi, ritstj. B. A.
Austin, Norwood: Ablex, 1991, bls. 68–85.
55 [Þýð.: Fyrsti leikurinn í Resident Evil leikjaröðinni kom út árið 1996 og er gjarnan
álitinn fyrsti „lífsháskahryllingsleikurinn“. Í kjölfarið hafa margir framhaldsleikir
litið dagsins ljós. Fimm komu fram innan aðalseríunnar og 25 á víð og dreif um
ólíkar leikjatölvur. Vinsæl kvikmyndaröð með Millu Jovovich er byggð á leikjunum
og skáldsögur og myndasögur hafa jafnframt verið skrifaðar inn í þennan söguheim.
Árið 2007 útnefndi ritið Game Informer fyrsta leikinn í röðinni „einn mikilvægasta
leik í sögu tölvuleikja.“ Árið 2012 útnefndi vikublaðið Time leikinn sem einn af
100 bestu tölvuleikjum allra tíma. „Enter The Survival Horror... A Resident Evil
Retrospective“, Game Informer, október, 2007, bls. 132. „All-TIME 100 Video
Games“, Time, 15. nóvember 2012, sótt 19. nóvember 2014 af http://techland.
time.com/2012/11/15/all–time–100–video–games/slide/all/.]
daVid a. ClEaRwatER