Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 322
321
Að lokum er rétt að nefna vel þekkta þulu meðal greinafræðinga en sú
snýst um nauðsyn empírískra rannsókna.56 Cohen gengur jafnvel svo langt
að segja að greinaskilgreiningar séu sjálfar empírískar í eðli sínu. En mik-
ilvægari er þó sú skoðun, og hana hafa margir viðrað, að greinafræðin verði
að byggja á yfirgripsmiklum empírískum rannsóknum. Hér er ekki aðeins
verið að spyrna gegn landlægu vandamáli fræðanna, en það er að byggja
niðurstöður á rannsókn á sameiginlegum þáttum örfárra vinsælla leikja,
heldur er einnig verið að leggja þránd í götu þeirrar hneigðar til alhæfinga
sem einnig hefur þótt fylgja greinafræðum, að minnsta kosti stundum.
Í ljósi miðlægni textatengsla má einnig setja fram kröfu um að greining
á leikjagreinum nýti sér með áþreifanlegum hætti texta sem liggja utan
leikjatextans sem slíks, efni á borð við fjölmiðlaumfjöllun, aðdáendavirkni,
gögn um markaðsherferðir og upplýsingar um framleiðslu- og dreifing-
arferlið, o.s.frv.
Eftir að hafa velt vöngum yfir leikjafræðinni um nokkurt skeið verður
það ljóst að leikjafræði hlýtur ávallt að vera bæði samstarfsverkefni og lang-
tímaverkefni. Til að öðlast greinargóðan skilning á virkni leikjagreina þarf
að smíða þekkingarfræðilega umgjörð sem jafnframt er í sífelldri endur-
skoðun. Ef greinar eru verðandi þá er rannsókn þeirra það líka.
Greinarannsóknir og nýtileiki þeirra fyrir tölvuleiki
Ef litið er yfir efnið sem safnast hefur saman umhverfis greinafræði í
bókmennta-, sjónvarps-, og einkum kvikmyndafræði má í grófum drátt-
um segja að þrjú viðmið séu áberandi: 1) Formræn og fagurfræðileg,
2) samhengi iðnaðar og orðræðu, og 3) félagsleg merking og menningarleg
mótun.57 Formrænar og fagurfræðilegar rannsóknir eiga sér lengsta sögu.
Formræn atriði (einkum sérkenni og endurteknar venjur) fela í sér m.a.
frásagnarleg mynstur og sögubyggingu, sviðsetningu, þemu, tóntegund,
56 Ralph Cohen, „History and Genre“; Steve Neale, Genre and Hollywood; Jason
Mittell, „A Cultural Approach to Television Genre Theory“; Alan Williams, „Is a
Radical Genre Criticism Possible?“.
57 An introduction to genre theory eftir D. Chandler býður upp á prýðilega yfirsýn og
kynningu á greinahugtakinu og hvernig það er notað. Textann má sækja hing-
að: http://www.aber.ac.uk./media/Documents/intgenre/ intgenre .html. Þegar að
greinahugtakinu kemur í samhengi við kvikmyndafræði má hins vegar mæla með
Steve Neale, Genre and Hollywood, New York og London: Routledge, 2000, bls.
9–47, 207–230, og Steve Neale, Christine Gledhill, et. al., „Genre“, The Cinema
Book. 2. Útgáfa, ritstj. P. Cook og M. Bernink, London: British Film Institute, 1999,
bls. 137–231.
HVAð EINKENNIR TöLVULEIKJAGREINAR?