Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 323
322
persónusköpun, lýsingu og andrúmsloft, íkonógrafíu, myndbyggingu og
symbólisma, hönnun og listræna stjórnun. Langþekktasta aðferðafræðin er
notkunin á íkonógrafíu í kvikmyndafræði sjöunda og áttunda áratugarins.58
Því var löngum haldið fram að hér væri á ferðinni sjónræn aðferð einvörð-
ungu og helstu talsmenn hennar (Edward Buscombe og Colin McArthur)
lögðu áherslu á nákvæma greiningu á sjónrænum minnum, íkonum, fatn-
aði, sviðsetningum, o.s.frv. Í tengslum við vestrann hefur Buscombe til að
mynda þetta að segja:
[Þ]að eru ýmiskonar tól sem tengjast áherslum greinarinnar, einkum
vopn og í tilfelli vopna, einkum byssur. Lögð er áhersla á að kynna
skotvopn til sögunnar […]. Áherslan sem þannig verður greinanleg
á smáatriði vopnaburðar er hvorki fræðslusýki né er verið að fylgja
ströngum sagnfræðilegum viðmiðum um nákvæmni í ljósi þess að í
raunveruleikanum var um óteljandi ólíkar vopnategundir að ræða.
Notkun skotvopnanna innan þessarar kvikmyndagreinar tengist stíl
og framsetningu. Hafið í huga til að mynda þann mikilvæga mismun
sem er til staðar á milli þess að spenna bóginn á Winchester-riffli og
Lee-Enfield 3030 […]59
Augljóst er að skotvopnum fylgir merkingarauki sem nær út fyrir notkun
og snertir meðal annars á látbragði (hvernig byssan er borin eða, eins og
Buscombe bendir réttilega á, hvernig hún er hlaðin), hljóðin sem fylgja
þessu öllu saman o.s.frv. Barry Keith Grant bendir á að íkonógrafísk merk-
ing af þessu tagi kalli fram alveg sérstaka tegund af ánægju hjá áhorfendum
(einkum í brjósti þeirra áhorfenda sem vel eru að sér í sérkennum og ein-
kennum greinarinnar) og er samofin þeirri heildrænu fagurfræðilegu upp-
lifun sem greinakvikmynd hefur upp á að bjóða.60 Fyrir Thomas Sobchack
tók táknfræði að þjóna hlutverki einskonar „hraðritunar“ fyrir Hollywood
58 Steve Neale, Genre and Hollywood, bls. 13–16; Steve Neale, Christine Gledhill, et.
al., „Genre“, bls. 138–140.
59 E. Buscombe, „The Idea of Genre in the American Cinema“, Film Genre Reader
II, ritstj. B. K. Grant, Austin: University of Texas Press, 1995, bls. 13.
60 Barry Keith Grant, „Experience and meaning in genre films“, Film genre reader II,
ritstj. Barry Keith Grant, Austin: University of Texas Press, bls. 114–128; Barry
Keith Grant, „Introduction“, Film genre reader II, ritstj. Barry Keith Grant, Austin:
University of Texas Press, bls. xv–xx.
daVid a. ClEaRwatER