Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 324
323
á sígilda tímabilinu. Notkun á vel þekktum sjónrænum kóðum gerði ítar-
legar skýringar í formi máls og mynda óþarfar.61
Takmarkanir aðferðafræði sem fyrst og fremst grundvallaðist á hinu
sjónræna og íkonógrafíu urðu hins vegar snemma augljósar. Ikonógrafía
var haldgott tæki til að greina vestra og glæpamyndir en virkaði síður á
greinar þar sem ríkjandi sérkenni voru ekki sjónræn (gamanmyndir og
melódrömu). Eftir því sem áhugi fræðimanna á öðrum fræðigreinum og
stefnum á borð við táknfræði og strúktúralísk málvísindi færðist í aukana
varð krafan sömuleiðis meira áberandi um að víkka sjónsvið greining-
arinnar þannig að aðrir þættir hinnar myndrænu samsetningar væru tekn-
ar til athugunar (lýsing, klipping, hreyfing myndavélar), ásamt þáttum
sem ekki geta talist sjónrænir á borð við frásagnarsnið og persónusköpun.
Vissulega má líta á fyrstu formalísku ár greinafræðinnar sem afsprengi síns
tíma og niðurstöður rannsókna þess tíma að sumu leyti úreltar en eins og
Grant hefur bent á þá faldi fræðilega vinna tímabilsins í sér þau teóretísku
frjókorn sem síðari greiningarstefnur byggjast á.62
Eins og við höfum þegar bent á hefur formræn eða fagurfræðileg
aðferðafræði þegar skotið rótum innan leikjafræða og verður fínpússuð og
þróuð samhliða því sem umræðunni um greinafræðileg vandamál vindur
fram. Meðal formrænna greinaeinkenna í leikjafræði myndum við vilja
telja spilunarvenjur sem tengja saman leikjareynslu og regluvirki einstakra
leikja, hönnun og snið á borðum, lögun persóna, sögumynstur og frásagn-
arformgerðir, líkamsskynjun spilara meðan á leik stendur, sérkenni spil-
unarinnar, notkun tækjabúnaðar sem og fjarskyldari tækjabúnað.
Undir næsta flokk falla aðferðir sem meðvitaðar eru um mikilvægi
iðnaðarlegs umhverfis menningarframleiðslunnar sem og þess orð-
ræðubundna samhengis sem mótar merkingu afurðanna. Þetta er ekki
síst mikilvægt þegar hugað er að afurðum fjöldamenningar. Innan þessa
flokks geta fallið aðferðir allt frá þeim sem beina sjónum að efnahagslegu
umhverfi tiltekinnar greinar til spurninga sem vakna þegar hugað er að
viðtökuhópum, túlkun og hugmyndafræði. Stúdíókerfið í Hollywood var
til dæmis þekkt fyrir að finna upp staðlaðar formúlur og lágu þar gróða-
sjónarmið að baki. Það að reynt hafi verið að gefa áhorfendum „það sem
þeir vilja“ gefur til kynna náið samband milli framleiðenda og neytenda
sem aftur hafði áhrif á rökvæðingu kvikmyndaiðnaðarins og umbreytti
61 Thomas Sobchack, „Genre film: A Classical Experience“, Film Genre Reader II,
ritstj. B. K. Grant, Austin: University of Texas Press, 1995, bls. 91–113.
62 Barry Keith Grant, „Introduction“, bls. xvi.
HVAð EINKENNIR TöLVULEIKJAGREINAR?