Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 326
325
tekna kvikmynd eigi þátt í að skapa orðræðubundið samhengi sem mótar
greinavæntingar áhorfenda.68
Það að ramma megi ákveðna menningarafurð með orðræðugreiningu
leiðir til umfangsmeiri spurninga er lúta að greinum og hugmyndafræði.
Þegar búið er að staðsetja grein í samhengi við stærri samfélagsviðmið eins
og hið menningarlega, pólitíska eða efnahagslega þarf e.t.v. ekki að koma
á óvart ef hún reynist endurspegla tiltekna heimssýn, hugmyndafræði eða
félagslegar væntingar. Hugmyndafræðihugtakið er ávallt rammpólitískt í
sjálfu sér og notkun þess hefur verið gagnrýnd í þeim tilvikum sem ber-
sýnilegt er að leitast er við að samþætta heila grein ákveðinni hugmynda-
fræði eða eigna heilli grein ákveðið og afmarkað viðhorf.69 Gagnlegra er
að líta sem svo á að ákveðin grein kunni að búa yfir tiltekinni hugmynda-
fræðilegri hneigð (einkum í krafti utanaðkomandi pólitískra og efnahags-
legra áhrifavalda) en túlkunarferlið er flókið og einstök grein kann að
laða að sér mjög breytilegan notendahóp. Jean-Loup Bourget hefur til að
mynda fært rök fyrir því að innan ákveðinna, háþróaðra greina megi gjarn-
an finna tiltekna titla sem grundvalla virkni sína á íróníu eða eru fyrst og
fremst paródíur og þegar svo er um hnútana búið er afar erfitt að eigna
grein heildstæða og afmarkaða hugmyndafræðilega vídd.70
Það er afar mikilvægt að sem fræðigrein haldi leikjafræðin vöku sinni
gagnvart þeirri staðreynd að iðnaðarlegir, skipulagslegir og stofnanaleg-
ir þættir og samhengi munu hafa gagnger áhrif á tilteknar greinar og
muni jafnframt, í krafti markaðssetningar og efnahagslegra þátta, stuðla
að mótun orðræðubundins eða hugmyndafræðilegs ramma utan um við-
komandi grein. Samhengið er ávallt breytilegt frá einni grein til annarrar.
Stofnanirnar sem koma að fjármögnun íþróttaleikja eru til að mynda gjör-
ólíkar þeim sem koma að rauntímaherkænskuleikjum. Pólitískt umhverfi
leikjagreina sem styðjast í ríkum mæli við gróft ofbeldi er jafnframt gjör-
ólíkt því sem snýr að dans- og partíleikjum, ekki síst er varðar kröfur um
opinber inngrip og stýringu. En ávallt er mikilvægt að hafa iðnaðarlega
og efnahagslega samhengið í huga. Það á ekki síst við um iðnað sem er að
68 Steve Neale, Genre and Hollywood, bls. 39–40.
69 Ralph Cohen, „History and Genre“, bls. 204.
70 Jean-Loup Bourget, „Social Implications in the Hollywood Genres“, Film Genre
Reader II, ritstj. B. K. Grant, Austin: University of Texas Press, 1995.
HVAð EINKENNIR TöLVULEIKJAGREINAR?