Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 332
331
samtímans einkennast af því að vera mettaður upplýsingum og þar spili internetið
bersýnilega lykilhlutverk. Couldry afneitar því þannig ekki að tækninýjungar séu stór
þáttur í breytingum í heimi miðlunar og þar með samfélaginu öllu. Hann er miklu
frekar að benda á að rannsóknir á miðlun megi ekki leyfa sér að afgreiða sviptingar í
hinu félagslega einungis út frá nýrri tækni heldur séu alltaf undirliggjandi stjórnmála-
legir, efnahagslegir og félagslegir kraftar sem verði að rannsaka samhliða.
Þessi hugmynd um yfirmettun hins hversdagslega lífs kemur raunar við sögu fram-
arlega í þessum texta þar sem Couldry reynir að ná utan um hugtakið miðlun í sam-
tímanum með því að draga fram nokkrar myndlíkingar sem fræðimenn hafa nýtt sér til
þess að útskýra virkni hennar.
Yfirmettun er því skilgreining á óstöðugu ástandi, frávik frá jafnvægisástandi
uppleysta efnisins og leysisins. Þetta óstöðuga ástand á sér stað einungis sem
afleiðing ákveðinna breytinga, til dæmis hitastigs- eða þrýstingsbreytinga.
Yfirmettun samfélagsins af miðlun myndi vera það óstöðuga jafnvægislausa
ástand þegar félagslegur raunveruleiki er fullur af miðlunarefni á öllum stigum
vegna ýmiss þrýstings (í rými – innan ákveðins útsendingarsvæðis; í tíma –
innan ákveðins atburðaramma eins og hnattrænnar stjórnmálalegrar kreppu).2
Rannsóknarsvið miðlunarfræða er svo margslungið að í öllum þessum texta er Couldry
meðvitaður um að veita þurfi sjálfu hugtakinu „miðlun“ athygli og það eigi einnig við
um þá iðju sem stunduð er undir þessum sömu formerkjum. Því er nauðsynlegt að
doka hér við sjálft orðið, sérstaklega í ljósi þess að ensk orðræða er ekki alveg sambæri-
leg íslenskri í þessu tilliti. Hugtakið „media“ í ensku er líkt og Couldry segir í grein
sinni margrætt: „[„Media“] vísar til stofnana og kerfa sem búa til og dreifa ákveðnu
efni á formum sem eru að stærstum hluta þekkt og bera með sér samhengi sitt en
[„media“] er líka efnið sjálft.“3 Í íslensku eigum við ekki jafn merkingarþrungið hugtak.
Í daglegu tali er oft talað um fjölmiðla til að ná utan um hluta þeirrar merkingar sem
hin fyrri notkun „media“-hugtaksins hér á undan vísar til en einnig einfaldlega talað
um „miðla“. Hin síðari notkun á „media“-hugtakinu í brotinu hér á undan vísar hins
vegar til þess efnis sem fjölmiðlar eða miðlar framleiða. Couldry nýtir sér iðulega þessa
margræðni enskunnar í texta sínum og vísar til beggja þessara merkinga með hugtak-
inu. Sú leið er farin í þessari þýðingu að nota orðið miðlun til að ná utan um þessa
margræðni en þegar Couldry notar hugtakið í sértækara samhengi er gripið til orðanna
miðlar og miðlunarefni.
Þessi fjölbreytilegi þýðingarvandi sem liggur í breidd hugtaksins í íslensku, ensku
og fleiri málum er ekki nýr af nálinni eins og titill greinar Ástráðs Eysteinssonar um
verk og tækni Walters Benjamin vitnar um, „Á miðils fundi“. Þar fagnar Ástráður hins
vegar þeim greinarmun sem íslenskan gerir á fjölmiðlum og miðlum (og kemur að
sumu leyti að gagni í þessari þýðingu):
Þýska orðið „Medien“, miðlar (fleirtala af „Medium“, miðill), er almennt notað
um það sem gengið hefur undir heitinu „fjölmiðlar“ á íslensku – og hið sama
2 Sjá þýðingu á bókarkafla Nick Couldry í þessu hefti, „Stafræn miðlun í ljósi félagsfræðinnar“,
bls. 340.
3 Nick Couldry, „Stafræn miðlun“, bls. 334.
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR