Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 333
332
gildir um fleirtöluorðið „media“ á ensku. Þessi erlendu orð eru í reynd iðulega
notuð sem styttingar á hugtökunum „Massenmedien“ og „mass media“, sem
taka til dagblaða, kvikmynda, útvarps og sjónvarps, og í seinni tíð til tölvu-
væddrar margmiðlunar. Telja má lán að slík stytting hugtaksins hefur ekki orðið
í almennri málnotkun á íslensku. Fyrir vikið vísar orðið „miðill“, í eintölu eða
fleirtölu, ekki einungis til ofangreindra fjölmiðla í daglegri málnotkun, heldur
með jafneðlilegum hætti til bókar, ljóðs, málverks, ljósmyndar – og ekki síst
til tungumálsins eða hvers þess táknkerfis sem stuðst er við í boðskiptum (og
„miðill“ í hinni spíritísku merkingu á hér einnig vissan undirleik).4
Frá framsetningu orðsins miðlun færum við okkur að lokum til þeirra framsetninga
sem miðlun skapar en það er þungamiðja í þeirri miðlunarfræðikenningu sem Couldry
setur fram í riti sínu. Félagslega miðuð miðlunarfræði nefnir Couldry það sem hann talar
fyrir í þessum texta og er þar rík áhersla lögð á mikilvægi þess að taka til skoðunar
framsetningar miðlunar. Í lestri hugvísindamanns skýtur því nokkuð skökku við þegar
hann skilgreinir þær reglur sem liggja til grundvallar verkfærakistu sinni í miðlunar-
fræði og segir að „[h]eimurinn [sé] ekki texti heldur gríðarmikil samstæða samofinna
iðkana og úrræða, að meðtalinni þeirri iðkun sem snýr að gerð texta og túlkun þeirra;
það er afar misráðið að lesa hinn félagslega heim líkt og hann væri texti.“5 Þessi orð
Couldry má hæglega túlka sem höfnun á algengum vinnubrögðum innan hugvísinda
þar sem texti er í forgrunni en ef betur er að gáð má sjá í þessum orðum hans meðvit-
aða, eða ómeðvitaða, traustsyfirlýsingu til hugvísinda. Vandamálið sem blasir við innan
miðlunarfræða og Couldry er m.a. að bregðast við í þessum texta er hversu torvelt það
getur reynst að álykta um athafnir fólks á félagslegum og stjórnmálalegum grundvelli
svo niðurstöðurnar hafi mótandi áhrif á samfélagið frammi fyrir kröfunni um notkun
raunvísindalegrar aðferðafræði. Þær textafræðilegu rannsóknir sem hann er hins vegar
að andmæla eiga lítið skylt við rannsóknir innan hugvísinda sem geta skilgreint miðlun
(iðkanir og úrræði) sem texta. Markmiðum hinnar félagslega miðuðu miðlunarfræði sem
Nick Couldry leggur til í þessum texta virðist því mega ná með verkfærum hugvísinda,
hugmyndafræðilegri eða siðferðilegri greiningu. Þessi texti Couldry ætti því að nýtast sem
útgangspunktur og jafnvel undirbygging fyrir hugmyndafræðilega eða siðfræðilega
greiningu miðlunar en þjónar einnig, og þá sérstaklega í íslensku samhengi, sem hvatn-
ing til frekari rannsókna á miðlun innan hugvísinda.
Magnús Örn Sigurðsson
4 Ástráður Eysteinsson, „Á miðils fundi: Um verk og tækni Walters Benjamins“, Walter
Benjamin, Fagurfræði og miðlun, aðalþýð. Benedikt Hjartarson, ritstj. Ástráður Eysteinsson,
Reykjavík: Háskólaútgáfan og Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2008, bls. 11–39,
hér bls. 34–35.
5 Nick Couldry, „Stafræn miðlun“, bls. 381.
NiCk CouldRy