Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Qupperneq 336
335
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR
veginn sem er tengist hugtakið í grundvallaratriðum stofnanalegum hlið-
um samskipta, hvort heldur er sem kerfi eða efni, framleiðsla eða dreif-
ing.9 Stafræn miðlun markar aðeins nýjasta skeiðið í framlagi miðlunar til
nútímans en þó hið flóknasta til þessa. Flækjustigið má merkja af eðli int-
ernetsins sem kerfis kerfa sem tengir saman allskyns samskiptagerðir, allt
frá maður-á-mann til samskipta þar sem margir tala við marga, í víðtækara
„rými“ samskipta.10 Miðlun er orðin svo sveigjanleg og samtengd að upp-
hafspunktur okkar verður að vera „miðlaumhverfi“ en ekki tilteknir miðlar
skoðaðir út af fyrir sig.11
Internetið er rými til samskipta og gagnavörslu sem hvílir á stofn-
anakerfi og hefur verið í þróun frá fyrri hluta sjöunda áratugar tuttug-
ustu aldar. Internetið varð ekki að hversdagslegu fyrirbæri fyrr en með
samskiptareglum veraldarvefsins sem tengja skjöl með stiklutexta12 [e.
hypertext] inn í virkt kerfi. Tim Berners-Lee lagði grunninn að þeim árið
1989 og var þeim hleypt af stokkunum árið 1991 en komust samt ekki í
almenna notkun fyrr en 1993–1994. Grunneiginleiki internetsins er opið
skipulag endanna á milli [e. end-to-end architecture] sem Clay Shirky hefur
útskýrt á snyrtilegan hátt: „Internetið er ekkert annað en mengi af sam-
9 Klaus Bruhn Jensen, Media Convergence, London: Routledge, 2010, bls. 110. Einnig
má benda á John Thompson, The Media and Modernity, Cambridge: Polity, 1995,
bls. 19–22 og Clay Shirky, Cognitive Surplus, London: Allen Lane, 2010, bls. 53.
Sjá einnig gagnlega skilgreiningu Friedrich Krotz á miðlun sem einkennandi
breytingu á samskiptum með tilliti til einhverra eftirtalinna atriða: „tækniaðferðar,
samfélagslegrar stofnunar, kerfisins, ákveðinnar leiðar til að sýna efni, og rýmisins
fyrir upplifun [viðtakandans]“, Friedrich Krotz, „Mediatization: A Concept with
which to Grasp Media and Societal Change“, Mediatization, ritstj. Knut Lundby,
New York: Peter Lang, 2009, bls. 19–38, hér bls. 23.
10 Um tengsl miðlunar við nútímann: John Thompson, The Media and Modernity;
Néstor Garcia Canclini, Hybrid Cultures, Minneapolis: University of Minnesota
Press, 1995; og Armand Mattelart, The Invention of Communication, Minneapolis:
University of Minnesota Press, 1994. Umfangsmeiri sögu miðlunar má finna hér:
Asa Briggs og Peter Burke, A Social History of the Media, 2. útgáfa, Cambridge:
Polity, 2005; Jane Chapman, Comparative Media History, Cambridge: Polity, 2005;
og Paul Starr, The Creation of Media, New York: Basic Books, 2004. Um eðli int-
ernetsins: Andrew Chadwick, Internet Politics, oxford: oxford University Press,
2006, bls. 7.
11 Um miðlun í samtímanum sem „umhverfi“, til dæmis: Andrea L. Press og Bruce
A. Williams, The New Media Environment, Malden, MA: Wiley-Blackwell, 2011,
bls. 8–16.
12 [Þýð.: Það sem einkennir stiklutexta er það sem í daglegu tali er nefnt tenglar eða
hlekkir og skjöl með stiklutexta hafa einnig verið nefnd stikluskjöl.]