Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 341
340
NiCk CouldRy
Nær hugtakið „átök hugmynda“ yfir uppsafnað umfang miðlunar og
þau kerfislægu áhrif miðlunar á hversdagslífið sem eru afleiðing þess?
Mögulega þurfum við aðra myndlíkingu fyrir þessa hluti: Todd Gitlin
dregur upp mynd af miðlun sem „flaumi“, „yfirmettuðum“ straumi af
sjónrænu efni og texta sem kaffæri okkur daglega. Nokkrum árum eftir
að Gitlin skrifaði þetta varð þessi myndlíking hans hluti af vörumerk-
inu Bit-Torrent („bitaflaumur“), hugbúnaði sem gerir kleift að búta stórar
miðlunarskrár (sjónvarpsþætti og kvikmyndir) í bita og senda í fjölmörg-
um samhliða straumum yfir internetið. En við venjumst ekki víðari flaumi
miðlunarinnar vegna þess að umfang hans og dýpt halda áfram að vaxa:
Núna bætast jafnvel við athugasemdir fólks um miðlun gegnum blogg,
„digg-it“ meðmæli, endurklippt Youtube-myndbönd og tíst af Twitter –
allt hefur þetta komið til eftir greiningu Gitlins. Svo að myndlíkingin um
miðlun sem „flaum“ hjálpar okkur núna aðeins upp að ákveðnu marki og
það án þess að einu sinni taka til greina mettunina sem á sér stað í neyslu-
umhverfi samtímans fyrir tilstuðlan gagnaveitna og ýmissa aðferða til upp-
lýsingadreifingar, eins og örmerkja til auðkenningar með fjarskiptatíðni [e.
RFID].28
Hér er tæknileg merking orðsins „yfirmettun“ mikilvæg. Innan efna-
og varmafræði vísar yfirmettun til lausnar sem inniheldur meira af upp-
leystu efni „en leysirinn getur undir venjulegum kringumstæðum leyst
upp“.29 Yfirmettun er því skilgreining á óstöðugu ástandi, frávik frá jafn-
vægisástandi uppleysta efnisins og leysisins. Þetta óstöðuga ástand á sér
stað einungis sem afleiðing ákveðinna breytinga, til dæmis hitastigs- eða
þrýstingsbreytinga. Yfirmettun samfélagsins af miðlun myndi vera það
óstöðuga jafnvægislausa ástand þegar félagslegur raunveruleiki er fullur af
miðlunarefni á öllum stigum vegna ýmiss þrýstings (í rými – innan ákveð-
ins útsendingarsvæðis; í tíma – innan ákveðins atburðaramma eins og
hnattrænnar stjórnmálalegrar kreppu). Það eru takmörk fyrir því hversu
vel jafnvel þessi nákvæmi skilningur á hugtakinu „yfirmettun“ nýtist til
þess að skilja þéttleika miðlunar í samfélögum samtímans: Félagslegur
28 Todd Gitlin, Media Unlimited, 1. kafli. Um RFID-örmerkin: N. Katherine Hayles,
„RFID: Human Agency and Meaning in Information-Intensive Environments“,
Theory, Culture & Society 2–3/2009, bls. 47–72, hér bls. 47; Andrea L. Press og
Bruce A. Williams, The New Media Environment, Malden, MA: Wiley-Blackwell,
2011, bls. 202–204.
29 http://en.wikipedia.org/wiki/supersaturation, sótt 6. janúar 2011; Todd Gitlin,
Media Unlimited, bls. 67, nýtir sér ekki þessa tæknilegu merkingu.