Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 342
341
STAFRÆN MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR
raunveruleiki er byggður á túlkunum en vökvi getur ekki „túlkað“ gas-
loftbólurnar í sjálfum sér! Myndlíkingin um yfirmettun gefur okkur þó
að minnsta kosti leið til þess að skilja fasabreytingar sem verða í hinum
félagslega raunveruleika þegar mettun miðlunar nær ákveðnu stigi, þ.e.
breytingar á mögulegu skipulagi innan samfélagsins. Núna er ljóst að við
verðum að leita í félagsfræðina.
Í átt að félagslega miðaðri miðlunarfræði
Ég vil þróa [...] verkfæri á sviði hugtaka sem færast ekki of mikið í fang
en geta komið að gagni við að skilja áhrifin sem miðlun hefur á líf okkar:
Þetta er með öðrum orðum miðlunarfræði en hverrar tegundar?
Enginn „hrein“ fræðigrein um miðlun getur verið til, þar sem miðlun
er alltaf tiltekinn farvegur, háður sínum sögulega tíma, þar sem skiptast má
á upplýsingum og merkingu. Jafnvel óhlutbundnustu kenningar um sam-
skipti, líkt og hin sérvitra stærðfræðilega samskiptakenning Shannon og
Weaver gat einungis sprottið fram í tilteknu sögulegu samhengi, í árdaga
tölvu og sjónvarps, þegar fundnir voru upp kóðar til þess að umrita flókn-
ar upplýsingar á einföldu sameiginlegu formi.30 Það sem ég kalla hér til
hægðarauka miðlunarfræði byggist á tilteknum ákvörðunum um gögnin
sem eru viðfang hennar og þær greiningaraðferðir sem þykja henta best.
Leyfið mér að útskýra þetta.
Til einföldunar mætti hugsa um miðlunarrannsókn sem píramíða með
fjórum oddum. Snúa má píramíðanum á fjóra vegu eftir því hvaða rann-
sóknaraðferð við viljum setja á oddinn, en hinar mynda grunn píramíðans.
Engin ein staða er rétt fyrir píramíðann þar sem oddarnir skírskota ein-
ungis til mismunandi forgangsatriða í rannsókninni: miðlunartextar, stjórn-
málahagfræði framleiðslu, -dreifingar og viðtöku á miðlunarefni, tæknilegir
eiginleikar hvers miðils og félagsleg not sem fólk hefur fyrir miðlunartækni
og miðlunarefni.
Þessi ólíku forgangsatriði rannsókna geta alið af sér fræði, þ.e. verkfæri
á sviði hugtaka sem færast ekki of mikið í fang og víkka skilninginn á til-
teknu rannsóknarsviði, og hver fræðikenning mun þurfa að nýta sér rann-
sóknir (og fræði) frá öðrum hlutum píramíðans. En hvort rannsóknir í mis-
munandi oddum píramíðans þróast í eiginleg fræði veltur á tískustraumum
30 Claude Shannon og Warren Weaver, The Mathematical Theory of Communication,
Urbana: University of Illinois Press, 1949. Frábæra greiningu Friedrich A. Kittler
má finna í Optical Media, Cambridge: Polity, 2010, bls. 43–46 og 208.