Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 343
342
NiCk CouldRy
meðal fræðimanna og breytingum innan fræðigreina. Á áttunda og níunda
áratugnum voru almenn fræði um miðlunarefni, aðallega hugmyndafræði-
lega eiginleika þess, afar vinsæl (í skjámenningarfræðum sem voru allsráð-
andi í kvikmyndafræðum og að minna marki í sjónvarpsfræðum) en áhrif
þeirra minnkuðu mikið á tíunda áratugnum. Stjórnmálahagfræði hefur
alið af sér mikilvæg fræði um einkennandi þætti framleiðslu á miðlunar- og
menningarefni og tekur, í sinni víðustu mynd, ekki einungis til eignarhalds
miðla heldur einnig til valdamisvægis í hinum félagslega veruleika.31
„Miðlafræði“ er hugsanlega vinsælasta nýlega form miðlunarfræða, en
þekktustu kennismiðir hennar voru kanadísku fræðimennirnir Marshall
McLuhan og Harold Innis í upphafi og þýski fræðimaðurinn Friedrich
Kittler sem lést í október 2011. Kittler kom fram með ýmsar snjallar hug-
myndir um hvað miðlun felur í sér og þá sérstaklega hvernig tilteknar
tækniaðferðir og uppfinningar skutu upp kollinum sem „miðlar“. Þannig
skýrir hann hvernig miðlun framlengdi, og endurmótaði í raun, skynfæri
okkar og möguleika til skynjunar.32 Sumar af hugmyndum Kittlers má
bendla við félagsfræði miðlunar en aðaláhugasvið hans var að skilja í hvaða
„tæknilegum“ skilningi skynjun okkar var framlengd fyrir tilstuðlan hvers
miðils fyrir sig á þeim tímapunkti sem hann varð til. Aðeins þetta getur
útskýrt afhverju hann varði aðeins fáeinum blaðsíðum í lok Optical Media
í umfjöllun um tölvuna sem setti, með því að „útrýma … ímyndunarafl-
inu [eins og það var fyrir tíma miðlunar]“, endapunkt aftan við frásögn
hans um miðlun sem framlengingu á skynfærum mannsins. Þessi áhersla á
tæknilegt „eðli“ hvers miðils jafngildir því, eins og Kittler sagði sjálfur, „að
31 Peter Golding og Graham Murdock, „Culture Communications and Political Eco-
nomy“, Mass Media and Society, ritstj. James Curran og Michael Gurevitch, London:
Arnold, 1991; Nicholas Garnham, Capitalism and Communication, London: Sage,
1990; Bernard Miège, The Capitalization of Cultural Production, New York: Int-
ernational General, 1989; Vincent Mosco, The Political Economy of Communication,
2. útgáfa, London: Sage, 2009; Paula Chakravarty og Yeuzhi Zhao, „Introduction:
Toward a Transcultural Political Economy of Global Communications“, Global
Communications: Toward a Transcultural Political Economy, Lanham, MD: Rowman
and Littlefield, 2008, bls. 1–22.
32 Friedrich A. Kittler, Gramophone, Film, Typewriter, Stanford: Stanford University
Press, 1999. Friedrich A. Kittler, Optical Media. Eins og fram kemur hjá Joshua
Meyrowitz, „Power, Pleasure, Patterns: Intersecting Narratives of Media Influ-
ence“, Journal of Communication 2008, bls. 641–643, skarast allir angar miðlunar-
fræða (miðlafræði, notkun og umbun, valdakenningar) að einhverju leyti. Almennt
um miðlafræði sjá: Joshua Meyrowitz, „Medium Theory“, Communication Theory
Today, ritstj. David Crowley og David Mitchell, Cambridge: Polity, 1994, bls.
50–77.